Allir starfsmenn Landsbankans geta ekki eignast í hlut í bankanum Magnús Halldórsson skrifar 9. maí 2012 19:30 Allir starfsmenn Landsbankans geta ekki orðið eigendur að hlutabréfum í Landsbankanum, þrátt fyrir að fjármálaráðuneytið hafi viljað að svo yrði, en vísir að bónusakerfi hefur þegar verið komið á innan bankans. Reglur Fjármálaeftirlitsins um bónusgreiðslur koma í veg fyrir greiðslur til sumra sviða innan bankanna. Í samkomulagi milli nýja og gamla Landsbankans, sem undirritað var í desember 2009, er ráð fyrir því gert að starfsmenn Landsbankans geti eignast um tveggja prósenta hlut í bankanum með tímanum, ef vel gengur að endurheimta eignir upp í 92 milljarða skilyrt skuldabréf milli nýja og gamla bankans. Eigið fé Landsbankans var um síðustu áramót um 200 milljarðar, og var hlutur starfsmanna bankans síðustu áramót um 1,3 prósent, sem er um 2,6 milljarða virði. Tveggja prósenta hlutur í bankanum er því um fjögurra milljarða króna virði. Í samkomulagi milli gamla og nýja bankans var ekki kveðið á um hvaða starfsmenn Landsbankans hefðu rétt á því að eignast hlutabréf í bankanum, en vilji var til þess hjá fjármálaráðuneytinu að hluturinn yrði í eigu allra starfsmanna bankans. Að því er fram kemur í Markaðnum í dag, liggur ekki fyrir hvernig bónusakerfið verður endanlega útfært, þ.e. hvort hlutir í bankanum verði í eigu einstaka starfsmanna bankans eða þeirra allra. Reglur FME um bónusa og ofurlaun í bankakerfinu hafa verið hertar nokkuð, en samkvæmt þeim mega bónusar ekki verða hærri en fjórðungur heildarárslauna. Þá má starfsfólk í innri endurskoðun, áhættustýringu og regluvörslu ekki fá bónusgreiðslur. Hvatinn að baki bónusgreiðslum verður enn fremur að vera áhersla á langtímaávinning fremur en skammtímahagnað. Bónusakerfi banka hafa oft orðið tilefni harðra deilna á pólitískum vettvangi, og eru bónusgreiðslur breska bankans Royal Bank of Scotland ekki síst til marks um það, en breska ríkið eignaðist yfir 80 prósent hlut í bankanum haustið 2008. Bankastjóri Royal Bank of Scotland, Stephen Hester, neitaði fyrr á þessu ári að taka við yfir bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, liðlega 190 milljónir króna, vegna megnrar óánægju almennings í Bretlandi með bónusgreiðslurnar. Til viðbótar er síðan verið að endurskoða reglur um bónusa innan breska þingsins. magnush@365.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Allir starfsmenn Landsbankans geta ekki orðið eigendur að hlutabréfum í Landsbankanum, þrátt fyrir að fjármálaráðuneytið hafi viljað að svo yrði, en vísir að bónusakerfi hefur þegar verið komið á innan bankans. Reglur Fjármálaeftirlitsins um bónusgreiðslur koma í veg fyrir greiðslur til sumra sviða innan bankanna. Í samkomulagi milli nýja og gamla Landsbankans, sem undirritað var í desember 2009, er ráð fyrir því gert að starfsmenn Landsbankans geti eignast um tveggja prósenta hlut í bankanum með tímanum, ef vel gengur að endurheimta eignir upp í 92 milljarða skilyrt skuldabréf milli nýja og gamla bankans. Eigið fé Landsbankans var um síðustu áramót um 200 milljarðar, og var hlutur starfsmanna bankans síðustu áramót um 1,3 prósent, sem er um 2,6 milljarða virði. Tveggja prósenta hlutur í bankanum er því um fjögurra milljarða króna virði. Í samkomulagi milli gamla og nýja bankans var ekki kveðið á um hvaða starfsmenn Landsbankans hefðu rétt á því að eignast hlutabréf í bankanum, en vilji var til þess hjá fjármálaráðuneytinu að hluturinn yrði í eigu allra starfsmanna bankans. Að því er fram kemur í Markaðnum í dag, liggur ekki fyrir hvernig bónusakerfið verður endanlega útfært, þ.e. hvort hlutir í bankanum verði í eigu einstaka starfsmanna bankans eða þeirra allra. Reglur FME um bónusa og ofurlaun í bankakerfinu hafa verið hertar nokkuð, en samkvæmt þeim mega bónusar ekki verða hærri en fjórðungur heildarárslauna. Þá má starfsfólk í innri endurskoðun, áhættustýringu og regluvörslu ekki fá bónusgreiðslur. Hvatinn að baki bónusgreiðslum verður enn fremur að vera áhersla á langtímaávinning fremur en skammtímahagnað. Bónusakerfi banka hafa oft orðið tilefni harðra deilna á pólitískum vettvangi, og eru bónusgreiðslur breska bankans Royal Bank of Scotland ekki síst til marks um það, en breska ríkið eignaðist yfir 80 prósent hlut í bankanum haustið 2008. Bankastjóri Royal Bank of Scotland, Stephen Hester, neitaði fyrr á þessu ári að taka við yfir bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, liðlega 190 milljónir króna, vegna megnrar óánægju almennings í Bretlandi með bónusgreiðslurnar. Til viðbótar er síðan verið að endurskoða reglur um bónusa innan breska þingsins. magnush@365.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira