Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. júní 2012 10:00 Verði nauðasamningurinn samþykktur munu kröfuhafar gamla Kaupþings, eða þeir sem hafa keypt kröfur þeirra, eiga 87 prósenta hlut í Arion banka.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt eignastýringarfyrirtæki verði sett á laggirnar til að fara með áframhaldandi eignastýringu fyrir Kaupþing. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 31. maí síðastliðinn. Eignarhaldsfélagið yrði meðal annars eigandi 87 prósenta hlutafjár í hinum íslenska Arion banka. Samþykktar almennar kröfur í bú Kaupþings í dag eru 2.873 milljarðar króna, en samtals var lýst kröfum í búið fyrir tæplega 4.900 milljarða króna. Virði eigna þrotabúsins var metið á 874 milljarða króna í lok árs 2011. Í greiningu sem Houlihan Lokey, sem hefur unnið mikið fyrir erlenda kröfuhafa, gerði í nóvember í fyrra og Markaðurinn hefur undir höndum, kom fram að innlendir kröfuhafar Kaupþings myndu líklega tapa um 223 milljörðum króna og fá um 23 prósent af kröfum sínum til baka. Erlendir kröfuhafar bankans myndu hins vegar tapa 2,295 milljörðum króna og fá 21 prósent upp í kröfur sínar. Tap kröfuhafa Kaupþings yrði mest allra þeirra sem áttu kröfur á íslensku bankana. Í kynningunni segir að „að loknu ítarlegu samráði við óformlega kröfuhafaráðið (ICC) og ýmsa aðra stóra kröfuhafa Kaupþings, er niðurstaðan sú að ICC og stórir kröfuhafar Kaupþings styðja eindregið að leitað verði nauðasamninga. Á grundvelli þessa hefur Kaupþing unnið, ásamt ráðgjöfum sínum, að undirbúningi nauðasamnings". Leggja á hann fyrir á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Ýmis atriði gætu þó haft áhrif á tímasetningu nauðasamningsins. Þar á meðal er afstaða Fjármálaeftirlitsins (FME) og skattayfirvalda til hans og áhrif gjaldeyrishafta, þar sem reglur Seðlabanka Íslands, sem gilda eiga um kröfuhafa bankanna, eru enn óbirtar. Aðeins almennir kröfuhafar fá að kjósa um nauðasamninginn. Til að hann verði samþykktur þarf stuðning frá eigendum 60 prósenta af virði allra nauðasamningskrafna og 70 prósenta af fjölda þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir staðfestingu nauðasamningsins mun slitastjórn Kaupþings láta af störfum og kröfuhafar bankans taka hið nýja félag yfir. Lagt hefur verið til að ný stjórn Kaupþings verði skipuð sjö einstaklingum og stefnt er að ráðningu framkvæmdastjóra félagsins. Í kynningunni segir að „alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki vinnur nú að því að finna aðila með þekkingu, reynslu og bakgrunn til setu í stjórninni, bæði er leitað að íslenskum og erlendum aðilum". Þegar búið verður að finna nýja stjórn og framkvæmdastjóra munu þeir aðilar verða til ráðgjafar við að setja upp skipulag nýs fyrirtækis fram að nauðasamningi. Þá hefur slitastjórn kynnt þann möguleika að setja upp sérstakt eignastýringarfyrirtæki, sem stýrt yrði af núverandi eignastýringarteymi, sem myndi sinna eignastýringu fyrir Kaupþing og mögulega aðra þegar fram líða stundir. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt eignastýringarfyrirtæki verði sett á laggirnar til að fara með áframhaldandi eignastýringu fyrir Kaupþing. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 31. maí síðastliðinn. Eignarhaldsfélagið yrði meðal annars eigandi 87 prósenta hlutafjár í hinum íslenska Arion banka. Samþykktar almennar kröfur í bú Kaupþings í dag eru 2.873 milljarðar króna, en samtals var lýst kröfum í búið fyrir tæplega 4.900 milljarða króna. Virði eigna þrotabúsins var metið á 874 milljarða króna í lok árs 2011. Í greiningu sem Houlihan Lokey, sem hefur unnið mikið fyrir erlenda kröfuhafa, gerði í nóvember í fyrra og Markaðurinn hefur undir höndum, kom fram að innlendir kröfuhafar Kaupþings myndu líklega tapa um 223 milljörðum króna og fá um 23 prósent af kröfum sínum til baka. Erlendir kröfuhafar bankans myndu hins vegar tapa 2,295 milljörðum króna og fá 21 prósent upp í kröfur sínar. Tap kröfuhafa Kaupþings yrði mest allra þeirra sem áttu kröfur á íslensku bankana. Í kynningunni segir að „að loknu ítarlegu samráði við óformlega kröfuhafaráðið (ICC) og ýmsa aðra stóra kröfuhafa Kaupþings, er niðurstaðan sú að ICC og stórir kröfuhafar Kaupþings styðja eindregið að leitað verði nauðasamninga. Á grundvelli þessa hefur Kaupþing unnið, ásamt ráðgjöfum sínum, að undirbúningi nauðasamnings". Leggja á hann fyrir á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Ýmis atriði gætu þó haft áhrif á tímasetningu nauðasamningsins. Þar á meðal er afstaða Fjármálaeftirlitsins (FME) og skattayfirvalda til hans og áhrif gjaldeyrishafta, þar sem reglur Seðlabanka Íslands, sem gilda eiga um kröfuhafa bankanna, eru enn óbirtar. Aðeins almennir kröfuhafar fá að kjósa um nauðasamninginn. Til að hann verði samþykktur þarf stuðning frá eigendum 60 prósenta af virði allra nauðasamningskrafna og 70 prósenta af fjölda þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir staðfestingu nauðasamningsins mun slitastjórn Kaupþings láta af störfum og kröfuhafar bankans taka hið nýja félag yfir. Lagt hefur verið til að ný stjórn Kaupþings verði skipuð sjö einstaklingum og stefnt er að ráðningu framkvæmdastjóra félagsins. Í kynningunni segir að „alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki vinnur nú að því að finna aðila með þekkingu, reynslu og bakgrunn til setu í stjórninni, bæði er leitað að íslenskum og erlendum aðilum". Þegar búið verður að finna nýja stjórn og framkvæmdastjóra munu þeir aðilar verða til ráðgjafar við að setja upp skipulag nýs fyrirtækis fram að nauðasamningi. Þá hefur slitastjórn kynnt þann möguleika að setja upp sérstakt eignastýringarfyrirtæki, sem stýrt yrði af núverandi eignastýringarteymi, sem myndi sinna eignastýringu fyrir Kaupþing og mögulega aðra þegar fram líða stundir.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira