Stórmyndaverkefnin keyptu 25.000 gistinætur á hótelum Magnús skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Leifur B. Dagfinnsson Heildarvelta vegna hinna fjögurra stóru kvikmyndaverkefna sem tekin voru upp á Íslandi í sumar nam ríflega fjórum milljörðum króna. Gríðarlegt umstang fylgdi verkefnunum og voru sem dæmi leigðir 75 til 120 bílaleigubílar fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur B. Dagfinnsson, forstjóri True North, var meðal ræðumanna á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, undir yfirskriftinni Kvikmyndagerð á Ísland – ört vaxandi atvinnugrein, á Icelandair Hótel Reykjavík Natura í gær. True North þjónustar og framleiðir myndefni fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki og stóð meðal annars fyrir upptökunum á Hollywood-kvikmyndunum Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor II á þessu ári. Í erindi sínu fjallaði Leifur um mikilvægi erlendra kvikmyndaverkefna á Íslandi. Umfang þeirra hefur aukist mikið á síðustu misserum og hefur True North vaxið samhliða en fastir starfsmenn fyrirtækisins eru tólf í dag. Fram kom í máli Leifs að fyrirtækið hefði ráðið á bilinu 150 til 350 Íslendinga til starfa í hvert stóru kvikmyndaverkefna sinna á þessu ári. Launatekjur þessara starfsmanna námu ríflega milljarði króna. Þá fylgja verkefnunum ýmist annað umstang. Má nefna að gistinætur á hótelum landsins vegna þeirra voru um 25 þúsund, 75 til 120 bílaleigubílar voru leigðir fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur segir kvikmyndaverkefnin einnig hafa ýmis önnur jákvæð áhrif fyrir land og þjóð. Sem dæmi nefnir hann að þau laði hingað ferðamenn auk þess sem verkefni utan háannatímans í ferðaþjónustu stuðli að betri nýtingu hjá fyrirtækjum í greininni. „Sumir ferðamenn sækja í staði sem hafa verið notaðir sem kvikmyndatökustaðir. Enn er fólk að heimsækja Ísland og Jökulsárlón bara vegna þess að James Bond-mynd var kvikmynduð þar. Þá var sérstaklega mikil aukning af ferðamönnum við Dettifoss í sumar sem menn tengja beint við Prometheus þar sem Dettifoss var í ákveðnu lykilhlutverki,“ sagði Leifur, en stórmyndin Prometheus var að hluta tekin upp hér á landi í fyrra. Loks segir Leifur einróma ánægju meðal erlendra kvikmyndafyrirtækja með þá sérþekkingu sem hér er til staðar á kvikmyndagerð. Þá styrki verkefnin einnig kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi þar sem íslenskir kvikmyndargerðarmenn öðlist reynslu og kynnist störfum leikstjóra sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Auk þess verður vinnuumhverfið stöðugra eftir því sem verkefnum fjölga. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Heildarvelta vegna hinna fjögurra stóru kvikmyndaverkefna sem tekin voru upp á Íslandi í sumar nam ríflega fjórum milljörðum króna. Gríðarlegt umstang fylgdi verkefnunum og voru sem dæmi leigðir 75 til 120 bílaleigubílar fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur B. Dagfinnsson, forstjóri True North, var meðal ræðumanna á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, undir yfirskriftinni Kvikmyndagerð á Ísland – ört vaxandi atvinnugrein, á Icelandair Hótel Reykjavík Natura í gær. True North þjónustar og framleiðir myndefni fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki og stóð meðal annars fyrir upptökunum á Hollywood-kvikmyndunum Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor II á þessu ári. Í erindi sínu fjallaði Leifur um mikilvægi erlendra kvikmyndaverkefna á Íslandi. Umfang þeirra hefur aukist mikið á síðustu misserum og hefur True North vaxið samhliða en fastir starfsmenn fyrirtækisins eru tólf í dag. Fram kom í máli Leifs að fyrirtækið hefði ráðið á bilinu 150 til 350 Íslendinga til starfa í hvert stóru kvikmyndaverkefna sinna á þessu ári. Launatekjur þessara starfsmanna námu ríflega milljarði króna. Þá fylgja verkefnunum ýmist annað umstang. Má nefna að gistinætur á hótelum landsins vegna þeirra voru um 25 þúsund, 75 til 120 bílaleigubílar voru leigðir fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur segir kvikmyndaverkefnin einnig hafa ýmis önnur jákvæð áhrif fyrir land og þjóð. Sem dæmi nefnir hann að þau laði hingað ferðamenn auk þess sem verkefni utan háannatímans í ferðaþjónustu stuðli að betri nýtingu hjá fyrirtækjum í greininni. „Sumir ferðamenn sækja í staði sem hafa verið notaðir sem kvikmyndatökustaðir. Enn er fólk að heimsækja Ísland og Jökulsárlón bara vegna þess að James Bond-mynd var kvikmynduð þar. Þá var sérstaklega mikil aukning af ferðamönnum við Dettifoss í sumar sem menn tengja beint við Prometheus þar sem Dettifoss var í ákveðnu lykilhlutverki,“ sagði Leifur, en stórmyndin Prometheus var að hluta tekin upp hér á landi í fyrra. Loks segir Leifur einróma ánægju meðal erlendra kvikmyndafyrirtækja með þá sérþekkingu sem hér er til staðar á kvikmyndagerð. Þá styrki verkefnin einnig kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi þar sem íslenskir kvikmyndargerðarmenn öðlist reynslu og kynnist störfum leikstjóra sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Auk þess verður vinnuumhverfið stöðugra eftir því sem verkefnum fjölga.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira