Ólafur Stefánsson þénar rúmar 112 milljónir á ári samkvæmt danska dagblaðinu B.T. og er þar með tekjuhæsti handknattleiksmaður heims.
Ólafur hefur verið í fremstu röð í handboltaheiminum í meira en áratug þrátt fyrir að hann sé á 39. aldursári. B.T. segir að hann fái um fimm milljónir í árslaun frá danska félaginu AG en liðsfélagi hans, Mikkel Hansen, var í gær valinn handknattleiksmaður ársins.
Hansen þénar um 2,2 milljónir danskra króna á ári þegar allt er tekið til - laun frá AG og danska landsliðinu sem og vegna auglýsingasamninga.
Þeir Nikola Karabatic (Montpellier), Ivano Balic (Croatia Zagreb) og Arpad Sterbik (Atletico Madrid) koma svo næstir á launalistanum á eftir Ólafi samkvæmt blaðinu.
BT í Danmörku: Ólafur tekjuhæsti handboltamaður heims
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
