Eiga meira fé en þeir koma í lóg 20. mars 2012 05:00 Arður Ákvörðun um að greiða hluthöfum arð mun ekki hafa áhrif á getu Apple til að þróa vörur segir Tim Cook, forstjóri Apple.Fréttablaðið/AP Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj Fréttir Tækni Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj
Fréttir Tækni Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent