Loksins fáum við að kjósa Eiríkur Bergmann skrifar 18. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heimastjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldisstjórnarskráin tók gildi 1920), endurspeglaði engan veginn þá grundvallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýðræðis samþykkti Alþingi af þessum sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta.Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“. Í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjölfar efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valinkunna sérfræðinga í stjórnlaganefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórnmálamanna. Nokkrar minni háttar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttindakafla árið 1995. Stjórnarskrárbreytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofsmálinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú.Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endurskoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlagaþinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðsson með frægum orðum: „Við mótmælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október næstkomandi fer nú um þjóðfélagið viðamikil og efnisrík umræða um stjórnarskrána, grundvallarlög lýðveldisins. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að bíða með heildarendurskoðun á þeim grundvallarlögum sem dönsku nýlenduherrarnir höfðu fært okkur, svo deilur um einstök stjórnarskrárákvæði myndu ekki skyggja á lýðveldishátíðina á Þingvöllum – til þess að „fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins“ eins og sagði í skýringum við frumvarpið. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Gunnars Helga Kristinssonar, Ágripi af þróun stjórnarskrárinnar (2005), ákvað Alþingi þá að breyta fullveldisstjórnarskránni með afbrigðilegum hætti, þ.e. með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem var á skjön við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Þó svo að sú gamla danska, sem lítillega hafði breyst við heimastjórnina árið 1904 og í kjölfar fullveldis árið 1918 (fullveldisstjórnarskráin tók gildi 1920), endurspeglaði engan veginn þá grundvallarbreytingu sem orðið hafði við umskiptin frá einveldi til lýðræðis samþykkti Alþingi af þessum sökum að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta.Heit um heildarendurskoðun Fyrirhugað var að strax í kjölfarið myndu Íslendingar setja sér sína eigin stjórnarskrá, eins og til að mynda kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar þingsins sem þá starfaði, þar sem sagði að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar“. Í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnarskrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“. Síðan eru liðin mörg ár eins og segir í laginu. Það var ekki fyrr en við þó nokkurn óróa í samfélaginu í kjölfar efnahagsáfalls að Alþingi fann sumarið 2010 þá skynsömu leið út úr ógöngunum að boða til þúsund manna þjóðfundar, skipa valinkunna sérfræðinga í stjórnlaganefnd og efna til allsherjarkjörs til stjórnlagaþings að skriður komst á málið. Og nú liggur frumvarp stjórnlagaráðs loksins fyrir eftir allan þennan feril. Hver endurskoðunartilraunin á fætur annarri hafði fram að því strandað á sérhagsmunum stjórnmálamanna. Nokkrar minni háttar breytingar hafa að vísu verið gerðar auk nýs mannréttindakafla árið 1995. Stjórnarskrárbreytingin 1959 var barin í gegn í bullandi ágreiningi svo þekkt orðalag sé notað, líkt og í eiðrofsmálinu svokallaða árið 1942. Hinn bitri sannleikur er sá að íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei náð neinni sátt í málinu og munu ekki gera það í fyrirsjáanlegri framtíð klúðrist málið nú.Við meðmælum öll Aðferðin við yfirstandandi endurskoðun stjórnarskrárinnar varð ekki til í tómarúmi og á sér meðal annars fyrirmynd í stjórnlagaþinginu í Lærða skólanum árið 1851 sem starfaði einmitt undir nafni þjóðfundar. Þá var það útsendari Danakonungs, Trampe greifi, sem í skjóli vopnavalds stöðvaði Íslendinga í að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þeirri valdníðslu mótmælti Jón Sigurðsson með frægum orðum: „Við mótmælum allir.“ Nú, rúmlega einni og hálfri öld síðar, fá Íslendingar loksins að segja álit sitt á nýrri og framsækinni íslenskri stjórnarskrá.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun