Árni Oddur og Theo Hoen hringdu inn markaðinn í New York 18. október 2012 14:26 Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, Theo Hoen forstjóri Marel, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinn, ásamt fleiri starfsmönnum Marel, sjást hér klappa í þann mund sem opnað var fyrir viðskipti á markaðnum í New York í dag. Theo Hoen, forstjóri og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, opnuðu NASDAQ markaðinn á MarketSite, Times Square í New York í dag við hátíðlega athöfn, en Marel fagnar 20 ára skráningarafmæli sínu á árinu. Marel var skráð í Kauphöllina 29. júní 1992. Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland, var gestgjafi við athöfnina og bauð forstjóra, stjórnarformann og aðra fulltrúa Marel ásamt gestum þeirra velkomna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, segist í tilkynningu stoltur af framgangi Marels á þeim tíma sem fyrirtækið hefur verið skráð á markað. "Ég er mjög stoltur af þeim árangri sem Marel hefur náð frá skráningu félagsins á markað fyrir 20 árum. Marel hefur vaxið í alþjóðlegan leiðtoga í spennandi atvinnugrein með um 4.000 starfsmenn og starfsemi í um 40 löndum. Það hefur skipt sköpum í uppbyggingu Marel að hafa skýra stefnu og aðgang að fjármagni á hlutabréfamarkaði." Theo Heon, forstóri, tekur í sama streng og segir Marel hafa lagt upp með að fylgja skýrri sýn "Skýr framtíðarsýn, nýsköpun og sókn á nýja markaði. Á þetta hefur Marel lengi lagt áherslu og það hefur skilað félaginu í fremstu röð. Við þökkum starfsfólki okkar dugnað og hugvitssemi og viðskiptavinum farsælt samstarf. Þá þökkum við hluthöfum dyggan stuðning og kauphöllinni góð samskipti á liðnum árum." Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland, sagði Marel vera skýrt dæmi um hvernig skráning á markað geti hjálpað fyrirtækjum að vaxa og dafna. "Við óskum Marel hjartanlega til hamingju með þennan áfanga. Marel hefur sýnt fram á hvaða þýðingu það getur haft fyrir reksturinn að vera skráð fyrirtæki. Frumkvöðlakraftur og skýr framtíðarsýn hafa einkennt þetta öfluga fyrirtæki. Við erum hæstánægð með að Marel skuli fagna þessum áfanga hér í höfuðstöðvum NASDAQ í New York og hlökkum til að fylgjast með fyrirtækinu í framtíðinni." Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Theo Hoen, forstjóri og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, opnuðu NASDAQ markaðinn á MarketSite, Times Square í New York í dag við hátíðlega athöfn, en Marel fagnar 20 ára skráningarafmæli sínu á árinu. Marel var skráð í Kauphöllina 29. júní 1992. Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland, var gestgjafi við athöfnina og bauð forstjóra, stjórnarformann og aðra fulltrúa Marel ásamt gestum þeirra velkomna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, segist í tilkynningu stoltur af framgangi Marels á þeim tíma sem fyrirtækið hefur verið skráð á markað. "Ég er mjög stoltur af þeim árangri sem Marel hefur náð frá skráningu félagsins á markað fyrir 20 árum. Marel hefur vaxið í alþjóðlegan leiðtoga í spennandi atvinnugrein með um 4.000 starfsmenn og starfsemi í um 40 löndum. Það hefur skipt sköpum í uppbyggingu Marel að hafa skýra stefnu og aðgang að fjármagni á hlutabréfamarkaði." Theo Heon, forstóri, tekur í sama streng og segir Marel hafa lagt upp með að fylgja skýrri sýn "Skýr framtíðarsýn, nýsköpun og sókn á nýja markaði. Á þetta hefur Marel lengi lagt áherslu og það hefur skilað félaginu í fremstu röð. Við þökkum starfsfólki okkar dugnað og hugvitssemi og viðskiptavinum farsælt samstarf. Þá þökkum við hluthöfum dyggan stuðning og kauphöllinni góð samskipti á liðnum árum." Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland, sagði Marel vera skýrt dæmi um hvernig skráning á markað geti hjálpað fyrirtækjum að vaxa og dafna. "Við óskum Marel hjartanlega til hamingju með þennan áfanga. Marel hefur sýnt fram á hvaða þýðingu það getur haft fyrir reksturinn að vera skráð fyrirtæki. Frumkvöðlakraftur og skýr framtíðarsýn hafa einkennt þetta öfluga fyrirtæki. Við erum hæstánægð með að Marel skuli fagna þessum áfanga hér í höfuðstöðvum NASDAQ í New York og hlökkum til að fylgjast með fyrirtækinu í framtíðinni." Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira