Hlutabréf í suður-kóreska fyrirtækinu Samsung, sem sektað var um einn milljarð dala, liðlega 120 milljarða króna, fyrir að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað Apple í Galaxy-símum fyrirtækisins, féllu um sjö prósent í fyrstu viðskiptum þegar markaðir opnuðu í Asíu í morgun.
Forsvarsmenn Samsung hafa sagt að niðurstöðu dómstólsins í Bandaríkjunum frá því á föstudag, verði áfrýjað. Apple freistar þess nú að fá nokkrar tegundir síma frá Samsung bannaðar en líklegt er talið, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC, að niðurstaða fáist ekki er það varðar fyrr en eftir eftir nokkrar vikur eða mánuði.
Sjá má frétt BBC, frá því í morgun, hér.
Hlutabréf í Samsung falla í verði
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári
Viðskipti innlent
