Aukinn áhugi á Surface eftir sigur Apple 27. ágúst 2012 10:26 Talið er að niðurstaðan í dómsmáli Apple gegn suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung muni greiða veginn fyrir Microsoft. Tæknirisinn hefur brátt inngöngu sína inn á spjaldtölvumarkaðinn. Microsoft kynnti fyrstu spjaldtölvu sína, Surface, í júlí og fer hún í beina samkeppni við iPad spjaldtölvu Apple og Samsung. Surface er knúinn af nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu, Windows 8. Microsoft leitar á ný mið með uppfærslunni en hún tekur mið af þeirri gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í notkun snjallsíma og spjaldtölva á undanförnum árum. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Windows 8 getur í raun staðið í samkeppni við Android stýrikerfið. Á síðustu árum hafa vinsældir Android, sem framleitt er af Google, aukist gríðarlega og er það nú vinsælasta stýrikerfið fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Aukinn áhugi er nú á Windows 8 og Surface spjaldtölvunni eftir að Samsung var sektað fyrir að brjóta á lögum um hugverkavernd. Ástæðan fyrir þessum áhuga er einföld: hugbúnaðarframleiðendur óttast málsókn af hálfu Apple. Hið óbeina stríð sem Apple hefur háð gegn Samsung og Android stýrikerfinu gæti því orðið til þess að hugbúnaðarframleiðendur horfi frekar til Microsoft og Windows 8 stýrikerfinu.Surface fer í almenna sölu í október á þessu ári. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir spjaldtölvuna hér fyrir ofan. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að niðurstaðan í dómsmáli Apple gegn suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung muni greiða veginn fyrir Microsoft. Tæknirisinn hefur brátt inngöngu sína inn á spjaldtölvumarkaðinn. Microsoft kynnti fyrstu spjaldtölvu sína, Surface, í júlí og fer hún í beina samkeppni við iPad spjaldtölvu Apple og Samsung. Surface er knúinn af nýrri útgáfu af Windows stýrikerfinu, Windows 8. Microsoft leitar á ný mið með uppfærslunni en hún tekur mið af þeirri gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í notkun snjallsíma og spjaldtölva á undanförnum árum. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að Windows 8 getur í raun staðið í samkeppni við Android stýrikerfið. Á síðustu árum hafa vinsældir Android, sem framleitt er af Google, aukist gríðarlega og er það nú vinsælasta stýrikerfið fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Aukinn áhugi er nú á Windows 8 og Surface spjaldtölvunni eftir að Samsung var sektað fyrir að brjóta á lögum um hugverkavernd. Ástæðan fyrir þessum áhuga er einföld: hugbúnaðarframleiðendur óttast málsókn af hálfu Apple. Hið óbeina stríð sem Apple hefur háð gegn Samsung og Android stýrikerfinu gæti því orðið til þess að hugbúnaðarframleiðendur horfi frekar til Microsoft og Windows 8 stýrikerfinu.Surface fer í almenna sölu í október á þessu ári. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir spjaldtölvuna hér fyrir ofan.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira