Viðskipti innlent

Ísfélagið í Vestmannaeyjum skoðar næstu skref

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísfélagið í Vestmannaeyjum.
Ísfélagið í Vestmannaeyjum. mynd/ óskar p. friðriksson.
„Það er í skoðun, ekkert meira um það að segja," segir Stefán B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins aðspurður um hvort vænta megi breytinga í rekstri fyrirtækisins á næstunni. Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum eru tvö stærstu úrgerðarfélög Vestmannaeyja. Vinnslustöðin tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi segja upp 41 starfsmanni og rakti ástæðurnar til frumvarps um hærri veiðileyfagjöld sem samþykkt voru á vorþingi.

Auk uppsagnanna hyggst fyrirtækið ná hagræðingu í rekstri með því að selja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við Vísi í gær efast um skýringar fyrirtækisins. Kaup á uppsjávarveiðiskipinu Gandí VE hafi ekki skilað þeim árangri sem stjórnendur fyrirtækisins hafi vænst enda hafi forsendur breyst í uppsjávarveiðum. Þannig hafi fyrirtækið tekið rangar ákvarðanir í rekstri fyrirtækisins að undanförnu. „Nú þurfa þeir að draga saman seglin og endurskoða þessa ákvörðun," segir Ólína.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skellti skuldinni á veiðileyfagjaldsfrumvarpið í samtali við Vísi í gær. Sagði hann að höggið væri mest fyrir Eyjamenn í þessu tilfelli. Vísir ákvað því að leita viðbragða hjá hinu stóra fyrirtækinu „Við erum að skoða til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til þess að fást við þessi verri rekstrarskilyrði," segir Stefán B. Friðriksson. Þar vísar hann í verri afkomu fyrirtækisins vegna veiðileyfagjaldanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×