Viðskipti innlent

Hægt að panta flatböku með snjallsímanum

Birgir Örn Birgisson framkvæmdarstjóri Domino's og Magnús Hafliðason markaðsstjóri.
Birgir Örn Birgisson framkvæmdarstjóri Domino's og Magnús Hafliðason markaðsstjóri.
Í dag var fyrsta íslenska matar-appið kynnt. Íslenskir snjallsímaeigendur geta nú með tilkomu Domino's apssins pantað sér flatböku milliliðalaust. Appið er hannað af hugbúnaðarfyrirtækinu Stokkur fyrir Domino's á Íslandi.

Forsvarsmenn Domino´s búast við að margir muni ná sér í appið. Á annað hundrað þúsund snjallsímar eru í notkun hér á landi.

Með appinu er hægt að ganga frá pöntunum á einfaldan hátt. Viðskiptavinir geta valið pizzur, meðlæti og tilboð, ásamt því að geta fylgst með því í rauntíma hvar pöntunin er í framleiðsluferlinu og hversu margar mínútur eru þar til hún verður afhent.

Algengt er að veitingastaðir erlendis bjóði upp á þessa leið fyrir símavana viðskiptavini. Tölur frá Bandaríkjunum sýna að margir kjósa þessa leið frekar en að hringja inn í símaver og kunna að meta þægindin sem fylgja því að geta átt viðskiptin hvar sem er, í gegnum snjallsímann sinn.

Það er íslenska fyrirtækið Stokkur Software sem hannaði Domino´s-appið, en fyrirtækið hefur verið leiðandi í hönnun smáforrita hér á landi. Eitt vinsælasta app landsins, stöðumælappið Leggja.is, kom einnig úr smiðju Stokks. Þróun appsins tók ríflega hálft ár.

Appið er ókeypis og virkar bæði fyrir iphone og Android síma. Appið má nálgast í App Store fyrir iPhone og Play Store fyrir Android.

Einnig má finna allar upplýsingar á www.dominos.is/app .





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×