Viðskipti innlent

Óvissan af völdum gengislánadóma bagaleg

BBI skrifar
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, fjallar um gengistryggð lán, dóma Hæstaréttar og óvissu í kjölfar þeirra í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í dag.

Í gær var fundur haldinn um réttaróvissu vegna nýlegra dóma Hæstaréttar. Á fundinum voru menn sammála um að bagalegt sé hversu hægt gengur að fá málin á hreint. „Örlög fyrirtækja eru að ráðast á hverjum degi," segir Orri og tekur sem dæmi að fyrirtæki geti misst af verkefnum vegna óvissunnar.

Hann segir rosalega hagsmuni í húfi. „Í heildina eru þetta tugir milljarða sem á eftir að ákveða hvar réttilega liggja," segir Orri. Því sé mikilvægt að fá skorið úr þessu sem hraðast.

Fundurinn var haldinn á vegum Samtaka iðnaðarins, SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×