Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum fór yfir 13.000 stig í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í maímánuði árið 2008.
Vísitalan hefur verið á mikilli siglingu á þessu ári þrátt fyrir efnahagsörðugleika víða og skuldakreppuna á evrusvæðinu.
Það sem olli því að Dow Jones rauf 13.000 stiga múrinn í gærkvöldi var meðal annars að miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu fóru að ganga til baka í gær. Þar með dró úr áhyggjum manna um að olíuverðið myndi skaða veikan efnahagsbata í Bandaríkjunum og Evrópu.
Dow Jones vísitalan rauf 13.000 stiga múrinn
