Handbolti

Ólafur Gústafsson sneri sig á ökkla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur hefur farið vel af stað í fyrstu leikjum sínum með Flensburg.
Ólafur hefur farið vel af stað í fyrstu leikjum sínum með Flensburg.
Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson lék ekki með liði sínu Flensburg í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ólafur sneri sig á ökkla í fyrrakvöld og óvíst hve lengi hann verður frá vegna meiðsla.

Vefmiðillinn Handball-world greinir frá því að Ólafur hafi stigið ofan á fót liðsfélaga síns og snúið sig á ökkla. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Nordhorn í gærkvöldi þegar Flensburg lagði heimamann í þýska bikarnum.

Læknateymi Flensburg vinnur nú að því að gera Ólaf leikfæran eins fljótt og auðið er. Ólafur var fenginn til liðsins frá FH á dögunum ekki síst fyrir þær sakir hve langur meiðslalisti félagsins er.

Vandamálið er sérstaklega alvarlegt í stöðu hægri skyttu því auk Ólafs glíma Petar Djordjic, Lars Kaufmann, Arnór Atlason og Maik Machulla avið meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×