Handbolti

Stefán Rafn: Ég er íslenskur víkingur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson
Stefán Rafn Sigurmannsson Skjáskot
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk þegar Rhein-Neckar Löwen lagði Magdeburg í framlengdri viðureign liðanna í þýsku bikarkeppninni í handbolta í gærkvöldi.

Þetta var fyrsti leikur Stefáns Rafns með Ljónunum en hann gekk í raðir þeirra frá Haukum á dögunum.

„Ég var aðeins taugaóstrykur þegar leikurinn byrjaði," sagði Stefán Rafn í viðtali á heimasíðu Ljónanna að leik loknum.

„Ég er íslenskur víkingur og við berjumst alltaf. Maður verður að vera á tánum og klár í slaginn," sagði Stefán Rafn.

Viðtalið við Stefán Rafn sem er á ensku má sjá með því að smella hér. Þar er einnig rætt við Guðmund Þórð Guðmundsson, þjálfara Löwen, sem fer yfir málin á þýsku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×