Íslandsbanki afskrifar skuldir Árvakurs í annað sinn á þremur árum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. júlí 2012 19:26 Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira