Íslandsbanki afskrifar skuldir Árvakurs í annað sinn á þremur árum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. júlí 2012 19:26 Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira