Íslandsbanki afskrifar skuldir Árvakurs í annað sinn á þremur árum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. júlí 2012 19:26 Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skuldir Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, hjá Íslandsbanka voru lækkaðar um 944 milljónir króna í fyrra. Þá fór fyrirtækið í lok síðasta árs í annað sinn í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bankanum eftir hrunið. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Árvakurs voru 944 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins lækkaðar í fyrra. Á móti voru eignir lækkaðar á móti um 920 milljónir króna, sem var fengið með endurmati á fasteignum í eigu fyrirtækisins. Ef ekki hefði komið til þessa endurmats hefði Árvakur skilað myndarlegum hagnaði vegna afskriftanna, en tap síðasta árs nam 205 milljónum króna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem er viðskiptabanki Árvakurs, vildi ekki svara spurningum fréttastofu um málið þegar eftir því var leitað, en hún er stödd erlendis. Engin skýring fékkst hjá bankanum á þessu. Síðari samskipti við aðra starfsmenn bankans voru á þá leið að bankinn væri bundinn af bankaleynd og engar upplýsingar voru veittar. Það vekur sérstaka athygli að í ársreikningi Árvakurs er þess sérstaklega getið að fyrirtækið hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í árslok 2011," segir á bls. 14 í ársreikningnum. Þetta er leið sem fyrirtæki í rekstrarvanda fara, enda þurfa fyrirtæki í traustum rekstri ekki á sérstökum úrræðum að halda. Þetta er því í annað sinn á þremur árum sem Árvakur fer í gegnum endurskipulagningu með tilheyrandi lækkun skulda. Því áður en fyrirtækið var selt til núverandi hluthafa voru skuldir þess lækkaðar myndarlega. Þess skal getið að stjórnarformaður Íslandsbanka var árum saman ráðherra í ríkisstjórn með núverandi ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi var forsætisráðherra. Ekki skal fullyrt að slík tengsl hafi haft nokkra þýðingu þegar tekin var ákvörðun um framtíð Árvakurs, enda liggja ekki fyrir upplýsingar um að stjórnarformaður Íslandsbanka skipti sér af því hvernig málefni einstakra fyrirtækja eru meðhöndluð innan bankans. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, furðar sig á þessu í grein sem hann birti í dag. Björn Valur spyr hvort önnur fyrirtæki fái sambærilega meðferð hjá Íslandsbanka. Þá segir hann að svo virðist sem endalaust sé afskrifað til að tryggja útgáfu blaðsins, „hvað sem tautar og raular."Engar vísbendingar um að lækkun tengist endurmati á gengislánum Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, vildi ekki svara því hvort um afskriftir væri að ræða í samtali við fréttastofu. Þá vildi hann ekki segja neitt um hvernig þessi niðurfelling skulda væri til komin. Gera má ráð fyrir að ef leiðrétting skulda væri vegna gengisláns væri það tekið fram í ársreikningi, en Landsprent, sem rekur prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum, var vel skuldsett eftir hrun vegna kaupa á nýrri prentsmiðju. Engar vísbendingar eru um að lækkun skulda tengist endurmati á gengislánum. Óskar sagði að hann myndi ekki tjá sig frekar um ársreikning Árvakurs fyrr en keppinautar fyrirtækisins hefðu birt sambærilegar upplýsingar um sig, en ítarlegar rekstrarupplýsingar um afkomu Árvakurs voru birtar á bls. 6 í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins. Þegar Óskar talar um keppinauta Árvakurs er hann ekki síst að vísa í 365 miðla, sem reka Fréttablaðið, Vísi og Stöð 2. Þess skal getið að 365 miðlar hafa birt ársreikning síðasta árs og ársins á undan og eru þeir aðengilegir á vef fyrirtækisins.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira