Viðskipti innlent

Fjölmörg sveitarfélög með slæma skuldastöðu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Fjármál hátt í þrjátíu sveitarfélaga þarfnast skoðunar annað hvort vegna slæmrar skuldastöðu eða rekstrarhalla. Öll hafa þau fengið sent bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna þessa.

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi um síðustu áramót. Þau gera ráð fyrir töluverðum breytingum varðandi fjármál og reikningsskil sveitarfélaganna. Eftirlitsnefnd hefur nú farið yfir árseikninga sveitarfélaganna frá árinu 2011 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2012 og 2013. Í framhaldinu sendi hún nú í lok júní um þriðjungi þeirra bréf þar sem nefndin telur fjármál þeirra þarfnast frekari skoðunar.

Í hópi þessara hátt í þrjátíu sveitarfélaga eru til mynda Reykjavíkurborg, Fljótsdalshérað, Álftanes og Hafnarfjarðarbær.

Nefndin gerir athugasemdir vð að sum þessara sveitarfélaga séu rekin með halla og að skuldastaða annarra sé slæm.

Þannig voru á því þriggja áratímabili sem skoðað var heildartekjur sumra þeirra minni en heildarútgjöld og skuldahlutfall sumra hærra en 150% af reglulegum tekjum þeirra.

Sveitarfélögn hafa fram í byrjun september til að svara bréfunum og láta vita hvernig þau ætla að bregðast við og ná þessum viðmiðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×