Horfur á viðsnúningi til hins verra hjá ríkissjóði 9. nóvember 2012 09:44 Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem telur mikilvægt að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að erfið rekstrarstaða nokkurra stofnana verði enn erfiðari. Þá telur Ríkisendurskoðun að taka þurfi afstöðu til þess hvernig fara eigi með uppsafnaðan halla sem nokkrar stofnanir glíma við. Í skýrslunni er fjallað um framkvæmd fjárlaga á fyrstu 6 mánuðum ársins og frumvarp til fjáraukalaga sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Fram kemur að tekjur ríkissjóðs á tímabilinu voru 10,1% umfram áætlun en gjöldin 2,3% undir fjárheimild tímabilsins. Þá kemur fram að frumvarp til fjáraukalaga geri ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 10,6 milljörðum króna meiri á árinu öllu en áætlað var í fjárlögum. Skýringin sé m.a. jákvæðari þróun efnahagsmála en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga. Hins vegar sé í frumvarpinu gert ráð fyrir að gjöld ríkissjóðs verði 12,5 milljörðum króna meiri en heimilað var í fjárlögum og að afkoma ársins verði um 2 milljörðum króna lakari en þar var reiknað með. Aukin gjöld skýrist einkum af meiri kostnaði vegna atvinnuleysisbóta, lífeyrisgreiðslna og fleiri liða auk þess sem vaxtagjöld hafi verið meiri en áætlað var í fjárlögum. Í skýrslunni lýsir Ríkisendurskoðun áhyggjum af stöðu stofnana og fjárlagaliða sem eiga erfitt með að láta enda ná saman í rekstri. Stofnunin telur hættu á að rekstrarvandi nokkurra liða muni aukast verði ekki þegar brugðist við honum. Um er að ræða rannsóknarnefndir Alþingis, Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Umboðsmann skuldara, hjúkrunarheimilið Sólvang, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að bregðast við vanda þessara liða og koma í veg fyrir að hann aukist. Nokkrir fjárlagaliðir sem á undanförnum árum hafa ítrekað farið fram úr fjárlögum hafa náð að bæta rekstur sinn en glíma við uppsafnaðan halla frá fyrri árum. Ríkisendurskoðun vill að tekin verði afstaða til þess hvernig fara eigi með slíkan uppsafnaðan halla hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Landspítalanum, Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og á lið vegna Flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að bregðast við miklum afskriftum lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóði. Að mati stofnunarinnar virðist ljóst að leggja þarf þessum sjóðum til aukið stofnfé. Loks þarf að mati Ríkisendurskoðunar að huga að fjárveitingum til nokkurra liða þar sem rekstrarafgangur hefur safnast upp. Þetta eru Sérstakur saksóknari, safnliður vegna heilbrigðisstofnana, Fjármálaeftirlitið, Mannvirkjastofnun og Ofanflóðasjóður. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem telur mikilvægt að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að erfið rekstrarstaða nokkurra stofnana verði enn erfiðari. Þá telur Ríkisendurskoðun að taka þurfi afstöðu til þess hvernig fara eigi með uppsafnaðan halla sem nokkrar stofnanir glíma við. Í skýrslunni er fjallað um framkvæmd fjárlaga á fyrstu 6 mánuðum ársins og frumvarp til fjáraukalaga sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Fram kemur að tekjur ríkissjóðs á tímabilinu voru 10,1% umfram áætlun en gjöldin 2,3% undir fjárheimild tímabilsins. Þá kemur fram að frumvarp til fjáraukalaga geri ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 10,6 milljörðum króna meiri á árinu öllu en áætlað var í fjárlögum. Skýringin sé m.a. jákvæðari þróun efnahagsmála en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga. Hins vegar sé í frumvarpinu gert ráð fyrir að gjöld ríkissjóðs verði 12,5 milljörðum króna meiri en heimilað var í fjárlögum og að afkoma ársins verði um 2 milljörðum króna lakari en þar var reiknað með. Aukin gjöld skýrist einkum af meiri kostnaði vegna atvinnuleysisbóta, lífeyrisgreiðslna og fleiri liða auk þess sem vaxtagjöld hafi verið meiri en áætlað var í fjárlögum. Í skýrslunni lýsir Ríkisendurskoðun áhyggjum af stöðu stofnana og fjárlagaliða sem eiga erfitt með að láta enda ná saman í rekstri. Stofnunin telur hættu á að rekstrarvandi nokkurra liða muni aukast verði ekki þegar brugðist við honum. Um er að ræða rannsóknarnefndir Alþingis, Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Umboðsmann skuldara, hjúkrunarheimilið Sólvang, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að bregðast við vanda þessara liða og koma í veg fyrir að hann aukist. Nokkrir fjárlagaliðir sem á undanförnum árum hafa ítrekað farið fram úr fjárlögum hafa náð að bæta rekstur sinn en glíma við uppsafnaðan halla frá fyrri árum. Ríkisendurskoðun vill að tekin verði afstaða til þess hvernig fara eigi með slíkan uppsafnaðan halla hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Landspítalanum, Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og á lið vegna Flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að bregðast við miklum afskriftum lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóði. Að mati stofnunarinnar virðist ljóst að leggja þarf þessum sjóðum til aukið stofnfé. Loks þarf að mati Ríkisendurskoðunar að huga að fjárveitingum til nokkurra liða þar sem rekstrarafgangur hefur safnast upp. Þetta eru Sérstakur saksóknari, safnliður vegna heilbrigðisstofnana, Fjármálaeftirlitið, Mannvirkjastofnun og Ofanflóðasjóður.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira