Vilmundur ómyrkur í máli: Aflið sogað úr atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2012 09:38 Vilmundur Jósefsson er formaður Samtaka atvinnulífsins. „Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins," sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins, á ráðstefnum um skattamál í Hörpu í morgun. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar," segir hann. Vilhjálmur segir að Samtök atvinnulífsins hafi samið við ríkisstjórnina á sínum tíma um hvert skyldi verða hlutfall annars vegar niðurskurðar og hins vegar skattahækkana til að koma böndum á rekstur ríkissjóðs. Nú ætli ríkisstjórnin að efna til 20 milljarða króna útgjalda umfram þetta á kosningaárinu 2013. „Afleiðingin er sú að aflið er sogið úr atvinnulífinu. Í stað þess að leggja áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrirtækjanna er ráðist fram með nýja skatta og hækkun þeirra án nokkurs tillits til afleiðinganna. Dregið er úr getu atvinnulífsins til að fjárfesta, ráða fólk, skapa ný verðmæti, vinna að úrbótum í umhverfismálum og hugsa til langs tíma. Það dregur hægar en ella úr atvinnuleysinu og verr gengur að bæta lífskjör alls almennings í landinu," segir hann. Þannig muni skammtímasjónarmið verða til þess að draga úr skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma litið. Vilhjálmur segir ljóst að hið opinbera hafi stundað rányrkju síðastliðin ár. „Engum myndi líðast að umgangast stofna í lífríkinu á sama hátt og stjórnvöld beita skattatækjum sínum. Það leiðir einungis til þess að viðkoma stofnana bregst og árlegur afrakstur mun dragast saman. Þessi hugsunarháttur er eins fjarri hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hugsast getur og væri betur að stjórnmálamenn umgangist fyrirtækin og atvinnulífið af virðingu," segir hann. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins," sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins, á ráðstefnum um skattamál í Hörpu í morgun. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar," segir hann. Vilhjálmur segir að Samtök atvinnulífsins hafi samið við ríkisstjórnina á sínum tíma um hvert skyldi verða hlutfall annars vegar niðurskurðar og hins vegar skattahækkana til að koma böndum á rekstur ríkissjóðs. Nú ætli ríkisstjórnin að efna til 20 milljarða króna útgjalda umfram þetta á kosningaárinu 2013. „Afleiðingin er sú að aflið er sogið úr atvinnulífinu. Í stað þess að leggja áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrirtækjanna er ráðist fram með nýja skatta og hækkun þeirra án nokkurs tillits til afleiðinganna. Dregið er úr getu atvinnulífsins til að fjárfesta, ráða fólk, skapa ný verðmæti, vinna að úrbótum í umhverfismálum og hugsa til langs tíma. Það dregur hægar en ella úr atvinnuleysinu og verr gengur að bæta lífskjör alls almennings í landinu," segir hann. Þannig muni skammtímasjónarmið verða til þess að draga úr skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma litið. Vilhjálmur segir ljóst að hið opinbera hafi stundað rányrkju síðastliðin ár. „Engum myndi líðast að umgangast stofna í lífríkinu á sama hátt og stjórnvöld beita skattatækjum sínum. Það leiðir einungis til þess að viðkoma stofnana bregst og árlegur afrakstur mun dragast saman. Þessi hugsunarháttur er eins fjarri hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hugsast getur og væri betur að stjórnmálamenn umgangist fyrirtækin og atvinnulífið af virðingu," segir hann.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun