Taldi sig enga heimild hafa til að grípa inn í starfsemi bankanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2012 18:57 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra telur sig enga heimild hafa haft til að grípa inn í starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins. Þá hafi aðgerðir til að flytja bankanna úr landi verið óraunhæfar. Þetta er á meðal þess sem Geir ætlar að nota í vörn sinni þegar málið verður tekið fyrir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman í morgun til að fara yfir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Á fundinn mætti meðal annars Sigríður Friðjónsdóttir sem er saksóknari Alþingis sem sækir málið gegn Geir. Á fundinum sagði hún klárt mál að Alþingi geti afturkallað ákæru á hendur Geir H. Haarde. Mikilvægt væri að hraða meðferð tilögunnar eins og kostur er þar sem aðalmeðferð í málinu á að hefjast 5. mars. „Það er náttúrulega ekki svo sem þægilegt að vita kannski ekki alveg hvort að ákærandi í málinu, Alþingi, hvort að það sé meirihluti fyrir því að baki þingsályktuninni um að ákæra í málinu, hvort að það séu breyttar forsendur þar," segir Sigríður Friðjónsdóttir. Verjandi Geirs hefur skilað inn í greinagerð til Landsdóms þar sem farið er yfir vörn Geirs í málinu. Í greinagerðinni sem fréttastofa hefur fengið, og ekki hefur verið birt áður, sést að hún byggist að miklu leyti á að Geir telji sig ekki hafa getað gert neitt í stöðunni. Þannig hafi hann ekki haft lagaheimild til að grípa inn í starfsemi bankanna, sem voru orðnir mjög stórir fyrir efnahagshrunið. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna hafi verið óraunhæfar. Sömuleiðis aðgerðir til að að flytja bankana úr landi. Þá hafi bankakerfið ekki verið í stórfelldri hættu. Stór hluti málanna hafi heyrt undir annan ráðherra, viðskiptaráðherra, en ekki Geir. Í greinagerðinni kemur einnig fram að flutningur reikninganna yfir í dótturfélög hafi ekki verið á valdi Geirs og að neyðarlögin hafi skilað sínu en þau hafi að verulegu leyti afstýrt hættunni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir óvíst hvenær nefndin afgreiðir málið og hvort það takist áður en aðalmeðferð hefst. „Ég treysti því enn þá ekkert til í að segja neitt til um það mér finnst nú málið verða töluvert flóknara með hverjum deginum sem líður," segir Valgerður Bjarnadóttir. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra telur sig enga heimild hafa haft til að grípa inn í starfsemi bankanna í aðdraganda hrunsins. Þá hafi aðgerðir til að flytja bankanna úr landi verið óraunhæfar. Þetta er á meðal þess sem Geir ætlar að nota í vörn sinni þegar málið verður tekið fyrir. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman í morgun til að fara yfir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Á fundinn mætti meðal annars Sigríður Friðjónsdóttir sem er saksóknari Alþingis sem sækir málið gegn Geir. Á fundinum sagði hún klárt mál að Alþingi geti afturkallað ákæru á hendur Geir H. Haarde. Mikilvægt væri að hraða meðferð tilögunnar eins og kostur er þar sem aðalmeðferð í málinu á að hefjast 5. mars. „Það er náttúrulega ekki svo sem þægilegt að vita kannski ekki alveg hvort að ákærandi í málinu, Alþingi, hvort að það sé meirihluti fyrir því að baki þingsályktuninni um að ákæra í málinu, hvort að það séu breyttar forsendur þar," segir Sigríður Friðjónsdóttir. Verjandi Geirs hefur skilað inn í greinagerð til Landsdóms þar sem farið er yfir vörn Geirs í málinu. Í greinagerðinni sem fréttastofa hefur fengið, og ekki hefur verið birt áður, sést að hún byggist að miklu leyti á að Geir telji sig ekki hafa getað gert neitt í stöðunni. Þannig hafi hann ekki haft lagaheimild til að grípa inn í starfsemi bankanna, sem voru orðnir mjög stórir fyrir efnahagshrunið. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna hafi verið óraunhæfar. Sömuleiðis aðgerðir til að að flytja bankana úr landi. Þá hafi bankakerfið ekki verið í stórfelldri hættu. Stór hluti málanna hafi heyrt undir annan ráðherra, viðskiptaráðherra, en ekki Geir. Í greinagerðinni kemur einnig fram að flutningur reikninganna yfir í dótturfélög hafi ekki verið á valdi Geirs og að neyðarlögin hafi skilað sínu en þau hafi að verulegu leyti afstýrt hættunni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir óvíst hvenær nefndin afgreiðir málið og hvort það takist áður en aðalmeðferð hefst. „Ég treysti því enn þá ekkert til í að segja neitt til um það mér finnst nú málið verða töluvert flóknara með hverjum deginum sem líður," segir Valgerður Bjarnadóttir.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira