Stærsti banki Evrópu í peningaþvætti fyrir fíkniefnagengi í Mexíkó 17. júlí 2012 06:31 HSBC stærsti banki Evrópu stundaði peningaþvætti um allan heiminn og þar á meðal fyrir stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum þingnefndar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrir utan gífurlegar fjárhæðir frá mexíkönskum fíkniefnagengjum sem þvegnar voru í bankanum greinir þingnefndin einnig frá grunsamlegum greiðslum sem fóru í gegnum bankann frá löndum eins og Sýrlandi, Cayman eyjum, Íran og Saudi Arabíu. Fram kemur hjá nefndinni að bankaeftirlit Bandaríkjanna hafi brugðist þegar kom að því að hafa eftirlit með bankanum. Þá kemur einnig fram hröð gagnrýni á það sem kallað er mjög slælegt innra eftirlit hjá bankanum sjálfum. HSBC, sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi, segir að bankinn búist við því að verða dreginn til ábyrgðar fyrir það sem fór úr skorðunum í starfsemi hans. Fyrrgreind rannsókn hefur staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma fór nefndin í gegnum um 1,4 milljónir skjala og tók skýrslur af 75 stjórnendum hjá HSBC. Æðstu yfirmenn bankans hafa verið kallaðir til yfirheyrslna hjá þingnefndinni en þær eiga að hefjast í dag. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
HSBC stærsti banki Evrópu stundaði peningaþvætti um allan heiminn og þar á meðal fyrir stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum þingnefndar í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrir utan gífurlegar fjárhæðir frá mexíkönskum fíkniefnagengjum sem þvegnar voru í bankanum greinir þingnefndin einnig frá grunsamlegum greiðslum sem fóru í gegnum bankann frá löndum eins og Sýrlandi, Cayman eyjum, Íran og Saudi Arabíu. Fram kemur hjá nefndinni að bankaeftirlit Bandaríkjanna hafi brugðist þegar kom að því að hafa eftirlit með bankanum. Þá kemur einnig fram hröð gagnrýni á það sem kallað er mjög slælegt innra eftirlit hjá bankanum sjálfum. HSBC, sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi, segir að bankinn búist við því að verða dreginn til ábyrgðar fyrir það sem fór úr skorðunum í starfsemi hans. Fyrrgreind rannsókn hefur staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma fór nefndin í gegnum um 1,4 milljónir skjala og tók skýrslur af 75 stjórnendum hjá HSBC. Æðstu yfirmenn bankans hafa verið kallaðir til yfirheyrslna hjá þingnefndinni en þær eiga að hefjast í dag.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira