Karpað í körfunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. september 2012 14:00 "Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allri séu jafnir og sátt og samlyndi sé betra en sundrung og stælar,“ segir í dómi um Ávaxtakörfuna. Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi. Já, rasistinn og sadistinn Immi ananas heldur ávaxtakörfunni í gíslingu, og spilar með veikleika hinna til að fá sínu framgengt. En eins og svo oft þar sem valdagræðgi og illska ræður ríkjum er uppreisn á næsta leiti. Sviðsmyndin er íburðarmikil og töff í hráleika sínum. Hins vegar er hún hvorki nægilega stór né fjölbreytileg til þess að virka sem sögusvið heillar kvikmyndar. Í leikhúsinu höfum við nándina við leikarana og sjálft verkið til að bæta upp fyrir þær ýmsu takmarkanir sem leikhúsinu fylgja. Þegar vel tekst til verða þessar takmarkanir jafnvel að styrkleika. En hér fer bæði börnum og fullorðnum að leiðast sjónrænt tilbreytingarleysið þegar síga fer á seinni hlutann. Kvikmyndatakan er engu að síður glæsileg, og hér svífur myndavélin mjúklega um hvern krók og kima. Þá eru litríkir búningarnir vel úr garði gerðir og þola vel nærmyndirnar jafnt sem víðu skotin. Leikararnir eru í góðu stuði og skemmtilegastar eru þær Ólöf Jara og Ágústa Eva. Af öllum leikurunum var Ágústa sú eina sem ég gat virkilega ímyndað mér að kæmist upp með að klæðast ávaxtabúningnum sínum á almannafæri. Mér fannst hún satt að segja svolítið smart sem appelsína. Músíkin spilar auðvitað stórt hlutverk og allir leikararnir eru liðtækir söngvarar. Lögin eru eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og í þeim má finna margar grípandi melódíur til að skaka hausnum við. Og þau bestu eru bara skrambi góð. Það er þó afar erfitt að skella stjörnum á svona verk. Söguþráðurinn samanstendur af mörgum misstórum vandamálum sem persónurnar þurfa að leysa. Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allir séu jafnir og sátt og samlyndi sé betra en sundrung og stælar. Fyrir eldri börnin (svo ég tali nú ekki um okkur fullorðna fólkið) er þetta ef til vill brytjað niður í óþarflega smáa bita. En sem barnaefni fyrir þau yngstu er Ávaxtakarfan nokkuð vel heppnuð. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Ávaxtakarfan, hið vinsæla barnaleikrit eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, er komið í bíó og fáum við að fylgjast með ævintýrum Mæju jarðarbers, Evu appelsínu og allra hinna ávaxtanna á hvíta tjaldinu, en stemningin í körfunni er súr, einelti er liðið og frekjan í ananasnum er óþolandi. Já, rasistinn og sadistinn Immi ananas heldur ávaxtakörfunni í gíslingu, og spilar með veikleika hinna til að fá sínu framgengt. En eins og svo oft þar sem valdagræðgi og illska ræður ríkjum er uppreisn á næsta leiti. Sviðsmyndin er íburðarmikil og töff í hráleika sínum. Hins vegar er hún hvorki nægilega stór né fjölbreytileg til þess að virka sem sögusvið heillar kvikmyndar. Í leikhúsinu höfum við nándina við leikarana og sjálft verkið til að bæta upp fyrir þær ýmsu takmarkanir sem leikhúsinu fylgja. Þegar vel tekst til verða þessar takmarkanir jafnvel að styrkleika. En hér fer bæði börnum og fullorðnum að leiðast sjónrænt tilbreytingarleysið þegar síga fer á seinni hlutann. Kvikmyndatakan er engu að síður glæsileg, og hér svífur myndavélin mjúklega um hvern krók og kima. Þá eru litríkir búningarnir vel úr garði gerðir og þola vel nærmyndirnar jafnt sem víðu skotin. Leikararnir eru í góðu stuði og skemmtilegastar eru þær Ólöf Jara og Ágústa Eva. Af öllum leikurunum var Ágústa sú eina sem ég gat virkilega ímyndað mér að kæmist upp með að klæðast ávaxtabúningnum sínum á almannafæri. Mér fannst hún satt að segja svolítið smart sem appelsína. Músíkin spilar auðvitað stórt hlutverk og allir leikararnir eru liðtækir söngvarar. Lögin eru eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og í þeim má finna margar grípandi melódíur til að skaka hausnum við. Og þau bestu eru bara skrambi góð. Það er þó afar erfitt að skella stjörnum á svona verk. Söguþráðurinn samanstendur af mörgum misstórum vandamálum sem persónurnar þurfa að leysa. Ef einhvern rauðan þráð er að finna er það eflaust sá heilnæmi boðskapur að allir séu jafnir og sátt og samlyndi sé betra en sundrung og stælar. Fyrir eldri börnin (svo ég tali nú ekki um okkur fullorðna fólkið) er þetta ef til vill brytjað niður í óþarflega smáa bita. En sem barnaefni fyrir þau yngstu er Ávaxtakarfan nokkuð vel heppnuð.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira