Illugi tekur ekki undir lofsöng Jóns Steinssonar BBI skrifar 6. september 2012 19:09 Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Anton Brink Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir yfirlýsingar Jóns Steinssonar um að ríkisstjórnin eigi lof skilið fyrir aðgerðir sínar í efnahagsmálum. Jón segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að Ísland sé í dag í ótrúlega góðri stöðu en hafi verið í ótrúlega vondri stöðu fyrir þremur árum og það sé ríkisstjórninni að þakka. „Ég get ekki tekið undir það," segir Illugi. Jón talar í grein sinni um að ríkisstjórnin hafi tekið erfiðar ákvarðanir á kjörtímabilinu. Illugi bendir á að stærsta og mikilvægasta ákvörðunin sem var tekin í endurreisn Íslands hafi verið setning neyðarlaganna. „Og þar sátu Vinstri grænir hjá," segir hann. Ákvörðunin var erfið og núverandi ríkisstjórnin eigi engan heiður af henni. Illugi hefur einnig miklar áhyggjur af lítilli fjárfestingu í hagkerfinu og er hissa á að Jón Steinsson nefni það hvergi í grein sinni enda telur Illugi þetta mjög mikilvægt atriði. „Þetta er mikið hættumerki í hagkerfinu því fjárfesting í dag þýðir störf á morgun," segir hann. Fjárfestingin er lítil í íslenska hagkerfinu um þessar mundir og það segir mikla sögu að mati Illuga. Hann er því ekki sannfærður um að staða Íslands sé jafngóð og Jón vill vera láta. Aukin einkaneysla og aukinn þorsk- og makrílafli hafa haft mikil áhrif á hagvöxt undanfarið. Það er ástæða til að vera á varðbergi vegna aukinnar einkaneyslu á sama tíma og skuldir heimilanna eru jafn miklar og raun ber vitni. Jafnframt dettur engum manni í hug að þakka ríkisstjórninni aukinn þorsk- eða makrílafla segir Illugi.Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York.Mynd/Stefán KarlssonIllugi bendir á að fyrir hrun hafi ríkissjóður Íslands verið gott sem skuldlaus og því hafi verið borð fyrir báru þegar áfallið reið yfir, ólíkt því sem gerst hefur hjá mörgum ríkjum Evrópu. Einnig sé mikilvægt að hafa í huga að á sínum tíma hafi verið unnin efnahagsáætlun í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ríkisstjórnin hafi ekki fylgt henni og misst af ýmsum tækifærum til uppbyggingar t.d. á nýtingu orkulinda. Því hefði ríkissjóður getað verið töluvert betur stæður, þ.e. ef raunhæfum áætlunum AGS hefði verið fylgt. Skattahækkanir hafi komið illa við almenning og fyrirtæki og ef fylgt hefði verið þeim áætlunum sem gerðar voru hefði ekki þurft að legga þessar auknu byrgðar á þjóðina. Jafnframt hefði dregið mun hraðar úr atvinnuleysi og fólksflutningur vegna atvinnuleysis ekki orðið jafn mikill eins og raun varð á. Jón Steinsson segir í grein sinni að ríkisstjórnin hafi valið snjalla aðferð þegar hún ákvað að leggja veiðigjald á útgerðir og þar með muni mikil verðmæti skila sér í ríkiskassann. Illugi er undrandi á þessum ummælum, ekki síst í ljósi þess að allir sérfræðingar sem tjáðu sig um málið á sínum tíma hafi talið að aðferðin væri vanhugsuð og illa framsett. „Aðferðafræðin var greinilega vanhugsuð, gögnin sem stuðst var við voru ónýt. Það stóð ekki steinn yfir steini í þessum málatilbúnaði," segir Illugi. Í grein sinni lýsir Jón mikilli ánægju með að ríkisstjórnin hafi haft dug í að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Illugi er alfarið ósammála Jóni og bendir reyndar á að með þessari yfirlýsingu sé Jón kominn í mótsögn við sjálfan sig, því fyrir stuttu síðan lýsti Jón áhyggjum sínum af því að Seðlabankinn hefði ekki nóg sjálfstæði gagnvart inngripum stjórnmálamanna. Seðlabankinn hefði því ekki kjark til að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða. „Það er nákvæmlega það sem gerðist þarna, þar með var fordæmið gefið. Sjálfstæði Seðlabankans var rofið þó ríkisstjórnin hafi reynt að dulbúa brottrekstur Davíðs sem afleiðingu lagabreytinga" segir Illugi og telur undarlegt að Jón hrósi nú happi yfir því í ljósi fyrri skrifa. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir yfirlýsingar Jóns Steinssonar um að ríkisstjórnin eigi lof skilið fyrir aðgerðir sínar í efnahagsmálum. Jón segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að Ísland sé í dag í ótrúlega góðri stöðu en hafi verið í ótrúlega vondri stöðu fyrir þremur árum og það sé ríkisstjórninni að þakka. „Ég get ekki tekið undir það," segir Illugi. Jón talar í grein sinni um að ríkisstjórnin hafi tekið erfiðar ákvarðanir á kjörtímabilinu. Illugi bendir á að stærsta og mikilvægasta ákvörðunin sem var tekin í endurreisn Íslands hafi verið setning neyðarlaganna. „Og þar sátu Vinstri grænir hjá," segir hann. Ákvörðunin var erfið og núverandi ríkisstjórnin eigi engan heiður af henni. Illugi hefur einnig miklar áhyggjur af lítilli fjárfestingu í hagkerfinu og er hissa á að Jón Steinsson nefni það hvergi í grein sinni enda telur Illugi þetta mjög mikilvægt atriði. „Þetta er mikið hættumerki í hagkerfinu því fjárfesting í dag þýðir störf á morgun," segir hann. Fjárfestingin er lítil í íslenska hagkerfinu um þessar mundir og það segir mikla sögu að mati Illuga. Hann er því ekki sannfærður um að staða Íslands sé jafngóð og Jón vill vera láta. Aukin einkaneysla og aukinn þorsk- og makrílafli hafa haft mikil áhrif á hagvöxt undanfarið. Það er ástæða til að vera á varðbergi vegna aukinnar einkaneyslu á sama tíma og skuldir heimilanna eru jafn miklar og raun ber vitni. Jafnframt dettur engum manni í hug að þakka ríkisstjórninni aukinn þorsk- eða makrílafla segir Illugi.Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York.Mynd/Stefán KarlssonIllugi bendir á að fyrir hrun hafi ríkissjóður Íslands verið gott sem skuldlaus og því hafi verið borð fyrir báru þegar áfallið reið yfir, ólíkt því sem gerst hefur hjá mörgum ríkjum Evrópu. Einnig sé mikilvægt að hafa í huga að á sínum tíma hafi verið unnin efnahagsáætlun í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ríkisstjórnin hafi ekki fylgt henni og misst af ýmsum tækifærum til uppbyggingar t.d. á nýtingu orkulinda. Því hefði ríkissjóður getað verið töluvert betur stæður, þ.e. ef raunhæfum áætlunum AGS hefði verið fylgt. Skattahækkanir hafi komið illa við almenning og fyrirtæki og ef fylgt hefði verið þeim áætlunum sem gerðar voru hefði ekki þurft að legga þessar auknu byrgðar á þjóðina. Jafnframt hefði dregið mun hraðar úr atvinnuleysi og fólksflutningur vegna atvinnuleysis ekki orðið jafn mikill eins og raun varð á. Jón Steinsson segir í grein sinni að ríkisstjórnin hafi valið snjalla aðferð þegar hún ákvað að leggja veiðigjald á útgerðir og þar með muni mikil verðmæti skila sér í ríkiskassann. Illugi er undrandi á þessum ummælum, ekki síst í ljósi þess að allir sérfræðingar sem tjáðu sig um málið á sínum tíma hafi talið að aðferðin væri vanhugsuð og illa framsett. „Aðferðafræðin var greinilega vanhugsuð, gögnin sem stuðst var við voru ónýt. Það stóð ekki steinn yfir steini í þessum málatilbúnaði," segir Illugi. Í grein sinni lýsir Jón mikilli ánægju með að ríkisstjórnin hafi haft dug í að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Illugi er alfarið ósammála Jóni og bendir reyndar á að með þessari yfirlýsingu sé Jón kominn í mótsögn við sjálfan sig, því fyrir stuttu síðan lýsti Jón áhyggjum sínum af því að Seðlabankinn hefði ekki nóg sjálfstæði gagnvart inngripum stjórnmálamanna. Seðlabankinn hefði því ekki kjark til að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða. „Það er nákvæmlega það sem gerðist þarna, þar með var fordæmið gefið. Sjálfstæði Seðlabankans var rofið þó ríkisstjórnin hafi reynt að dulbúa brottrekstur Davíðs sem afleiðingu lagabreytinga" segir Illugi og telur undarlegt að Jón hrósi nú happi yfir því í ljósi fyrri skrifa.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira