Fjárfestar ánægðir með yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu Magnús Halldórsson skrifar 6. september 2012 21:52 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag, og eru hækkanirnar raktar til yfirlýsinga Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, þess efnis að bankinn muni grípa til þess að kaupa skuldabréf af skuldugum ríkjum Evrópu til þess að halda lántökukostnaði niðri. Fjárfestar tóku þessum yfirlýsingum vel. DAX vísitalan þýska hækkaði um 2,91 prósent og FTSE 100 vísitalan í Bretlandi um 2,11 prósent. Þá hækkaði Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,17 prósent og S&P 500 vísitalan um 2,04 prósent. Einkum er horft til þess að Seðlabanki Evrópu kaupi skammtímaskuldabréf ríkssjóða Ítalíu og Spánar, til þess að halda lántökukostnaði þjóðanna niðri, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal. Vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar nam 5,96 prósentum á markaði í dag og álag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu 5,24 prósentum, en álagið lækkaði umtalsvert eftir yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu um að bankinn myndi koma skuldugum þjóðum til hjálpar með miklum lánveitingum ef þær þurfa á því að halda. Álagið þarf að lækka umtalsvert til viðbótar, helst niður fyrir 2,5 prósent, svo það verði ákjósanlegt að endurfjármagna skuldir á markaði. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal hér. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfavísitölur hækkuðu víðast hvar á alþjóðamörkuðum í dag, og eru hækkanirnar raktar til yfirlýsinga Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, þess efnis að bankinn muni grípa til þess að kaupa skuldabréf af skuldugum ríkjum Evrópu til þess að halda lántökukostnaði niðri. Fjárfestar tóku þessum yfirlýsingum vel. DAX vísitalan þýska hækkaði um 2,91 prósent og FTSE 100 vísitalan í Bretlandi um 2,11 prósent. Þá hækkaði Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,17 prósent og S&P 500 vísitalan um 2,04 prósent. Einkum er horft til þess að Seðlabanki Evrópu kaupi skammtímaskuldabréf ríkssjóða Ítalíu og Spánar, til þess að halda lántökukostnaði þjóðanna niðri, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal. Vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar nam 5,96 prósentum á markaði í dag og álag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu 5,24 prósentum, en álagið lækkaði umtalsvert eftir yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu um að bankinn myndi koma skuldugum þjóðum til hjálpar með miklum lánveitingum ef þær þurfa á því að halda. Álagið þarf að lækka umtalsvert til viðbótar, helst niður fyrir 2,5 prósent, svo það verði ákjósanlegt að endurfjármagna skuldir á markaði. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal hér.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira