Ákveðið í ár hvar verður byrjað 14. febrúar 2012 11:00 Páll Gunnar Pálsson segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvaða samkeppnismarkaður verði rannsakaður fyrst. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun taka ákvörðun um það á þessu ári hvaða markaður verður fyrst tekinn fyrir í svokallaðri markaðsrannsókn. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Markaðsrannsókn er nýtt form rannsókna hjá SE sem kafar mun dýpra ofan í hagræna þætti markaða. Hún á að vera undanfari beitingar ákvæðis sem gerir eftirlitinu meðal annars kleift að skipta upp fyrirtækjum án þess að samkeppnislagabrot hafi verið framin. SE gaf út umræðuskjal í byrjun febrúar og óskaði í kjölfarið eftir sjónarmiðum markaðsaðila sem gætu nýst við ákvörðun um fyrstu markaðsrannsókn. Að sögn Páls Gunnars hafa engin sjónarmið borist enn sem komið er. Frestur til að koma þeim á framfæri er til 15. mars. Í umræðuskjalinu er sérstaklega minnst á að á liðnum misserum hafi mestur hluti ráðstöfunartíma SE farið í: Matvöru-/dagvörumarkað, fjármálamarkað, fjarskiptamarkað og flutningsmarkað. Páll Gunnar segir SE ekki hafa tekið ákvörðun um hvaða markaður verði fyrst rannsakaður. „Við höfum óskað eftir sjónarmiðum um málið og hagsmunaaðilum á ýmsum mörkuðum gefst nú kostur á að hafa skoðun á því. Það er mjög mikilvægt að vanda valið. Við höfum takmarkað fjármagn til að ráðstafa í þessar rannsóknir auk þess sem þær eru mjög ýtarlegar og taka talsverðan tíma. Menn geta þó vænst þess að þær taki ekki meira en tvö ár. Þess vegna skiptir máli að nýta þann tíma eins vel og hægt er og velja réttan markað til að rannsaka. Svona rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Bretlandi og við horfum á þá framkvæmd í þessum efnum. Þar er skipulagið svipað og við erum að leggja til að verði tekið upp hérna." Samkvæmt lagaheimild sem lögfest var í fyrra mun SE verða gert kleift að skipta upp fyrirtækjum sem eftirlitið telur að hamli samkeppni án þess að þau hafi framið samkeppnislagabrot. Undanfari beitingar slíkrar heimildar verður þó að vera ýtarleg markaðsrannsókn. Páll Gunnar segir þessum heimildum fylgja eðlileg krafa um sönnunarbyrði. „Til að geta beitt svona úrræðum er lögð talsverð sönnunarbyrði á samkeppnisyfirvöld og þessar rannsóknir eru aðferðin sem við hyggjumst beita til að kalla fram nægjanlegar upplýsingar til að geta hugsanlega fært fram sönnur fyrir samkeppnishamlandi aðstæðum." - þsj Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun taka ákvörðun um það á þessu ári hvaða markaður verður fyrst tekinn fyrir í svokallaðri markaðsrannsókn. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Markaðsrannsókn er nýtt form rannsókna hjá SE sem kafar mun dýpra ofan í hagræna þætti markaða. Hún á að vera undanfari beitingar ákvæðis sem gerir eftirlitinu meðal annars kleift að skipta upp fyrirtækjum án þess að samkeppnislagabrot hafi verið framin. SE gaf út umræðuskjal í byrjun febrúar og óskaði í kjölfarið eftir sjónarmiðum markaðsaðila sem gætu nýst við ákvörðun um fyrstu markaðsrannsókn. Að sögn Páls Gunnars hafa engin sjónarmið borist enn sem komið er. Frestur til að koma þeim á framfæri er til 15. mars. Í umræðuskjalinu er sérstaklega minnst á að á liðnum misserum hafi mestur hluti ráðstöfunartíma SE farið í: Matvöru-/dagvörumarkað, fjármálamarkað, fjarskiptamarkað og flutningsmarkað. Páll Gunnar segir SE ekki hafa tekið ákvörðun um hvaða markaður verði fyrst rannsakaður. „Við höfum óskað eftir sjónarmiðum um málið og hagsmunaaðilum á ýmsum mörkuðum gefst nú kostur á að hafa skoðun á því. Það er mjög mikilvægt að vanda valið. Við höfum takmarkað fjármagn til að ráðstafa í þessar rannsóknir auk þess sem þær eru mjög ýtarlegar og taka talsverðan tíma. Menn geta þó vænst þess að þær taki ekki meira en tvö ár. Þess vegna skiptir máli að nýta þann tíma eins vel og hægt er og velja réttan markað til að rannsaka. Svona rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Bretlandi og við horfum á þá framkvæmd í þessum efnum. Þar er skipulagið svipað og við erum að leggja til að verði tekið upp hérna." Samkvæmt lagaheimild sem lögfest var í fyrra mun SE verða gert kleift að skipta upp fyrirtækjum sem eftirlitið telur að hamli samkeppni án þess að þau hafi framið samkeppnislagabrot. Undanfari beitingar slíkrar heimildar verður þó að vera ýtarleg markaðsrannsókn. Páll Gunnar segir þessum heimildum fylgja eðlileg krafa um sönnunarbyrði. „Til að geta beitt svona úrræðum er lögð talsverð sönnunarbyrði á samkeppnisyfirvöld og þessar rannsóknir eru aðferðin sem við hyggjumst beita til að kalla fram nægjanlegar upplýsingar til að geta hugsanlega fært fram sönnur fyrir samkeppnishamlandi aðstæðum." - þsj
Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira