Skammtímalækningum Seðlabanka Evrópu vel tekið Magnús Halldórsson skrifar 7. september 2012 11:02 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira