Vill jafna launamun milli borgarstarfsmanna og annarra Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 7. september 2012 20:49 Mynd/GVA Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg fær tólf hundruð króna hærri árslaun ef hann er karl heldur en kona. Formaður starfsmannafélags borgarinnar vill bæta upp launamun milli starfsmanna borgarinnar og á almennum vinnumarkaði og segir gremju ríkja meðal félagsmanna. Samkvæmt nýrri launakönnun VR, SFR og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem kynnt var í dag, hafa laun hækkað um sjö til tíu prósent milli ára en hátt í fimmtungs munur er á launum starfsmanna hins opinbera svo sem hjá SFR og Reykjavíkurborg og launa félaga í VR sem eru á almennum vinnumarkaði. Til dæmis hefur kona sem starfar hjá Reykjavíkurborg að meðaltali um 94 þúsund króna lægri heildarlaun á mánuði en kynsystir hennar hjá VR og er það samtals yfir ellefu hundruð þúsund króna launamunur á einu ári fyrir skatta og gjöld. Kynbundinn launamunur innan félaganna hefur heldur dregist saman og er nú í fyrsta skipti undir tíu prósent hjá félögum VR. Kynbundinn launamunur eykst hins vegar milli ára hjá Reykjavíkurborg og er nú tæp tólf prósent. Munurinn er mismunandi eftir menntunarhópum en ef við tökum dæmi um deildarstjóra hjá borginni þá er karlkyns deildarstjóri með að meðaltali hundrað þúsund króna hærri heildarlaun en kvenkyns deildarstjóri. Það gerir samtals tólf hundruð þúsund krónur á ári fyrir skatta og gjöld en fyrir þá upphæð má til dæmis fara í tvær tveggja vikna sólarlandaferðir með fjölskylduna. Formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir aukið álag á starfsmenn borgarinnar samhliða miklum launamun gagnvart almennum vinnumarkaði vera áhyggjuefni. „Það er gremja hjá okkur að sjálfsögðu, eins og kemur fram í könnuninni eru 13 prósent ánægðir með launin sín hjá okkur sem er langt lægst prósentan á milli þessarra félaga," segir Garðar Hilmarsson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann segir Reykjavíkurborg einungis hafa lagað laun hjá æðstu embættismönnum og borgin geti ekki borið fyrir sig slæma fjárhagstöðu borgarinnar í þessu samhengi. „Ég held að fjárhagsstaða starfsmanna Reykjavíkurborgar er ekki góð heldur, þannig með sömu rökum ættu þeir að hækka. Það má benda á það að útsvarið hafi verið að skila meiri pening en var og það ætti þá kannski að renna til starfsmanna borgarinnar fremur en eitthvað annað," segir Garðar. Jón Gnarr borgarstjóri, baðst undan viðtali vegna málsins í dag en í tilkynningu frá borginni síðdegis kemur fram að fylgst sé með þróun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg og starfshópur um aðgerðir gegn honum muni skila áætlun um að tryggja launajafnrétti á haustmánuðum. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg fær tólf hundruð króna hærri árslaun ef hann er karl heldur en kona. Formaður starfsmannafélags borgarinnar vill bæta upp launamun milli starfsmanna borgarinnar og á almennum vinnumarkaði og segir gremju ríkja meðal félagsmanna. Samkvæmt nýrri launakönnun VR, SFR og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem kynnt var í dag, hafa laun hækkað um sjö til tíu prósent milli ára en hátt í fimmtungs munur er á launum starfsmanna hins opinbera svo sem hjá SFR og Reykjavíkurborg og launa félaga í VR sem eru á almennum vinnumarkaði. Til dæmis hefur kona sem starfar hjá Reykjavíkurborg að meðaltali um 94 þúsund króna lægri heildarlaun á mánuði en kynsystir hennar hjá VR og er það samtals yfir ellefu hundruð þúsund króna launamunur á einu ári fyrir skatta og gjöld. Kynbundinn launamunur innan félaganna hefur heldur dregist saman og er nú í fyrsta skipti undir tíu prósent hjá félögum VR. Kynbundinn launamunur eykst hins vegar milli ára hjá Reykjavíkurborg og er nú tæp tólf prósent. Munurinn er mismunandi eftir menntunarhópum en ef við tökum dæmi um deildarstjóra hjá borginni þá er karlkyns deildarstjóri með að meðaltali hundrað þúsund króna hærri heildarlaun en kvenkyns deildarstjóri. Það gerir samtals tólf hundruð þúsund krónur á ári fyrir skatta og gjöld en fyrir þá upphæð má til dæmis fara í tvær tveggja vikna sólarlandaferðir með fjölskylduna. Formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir aukið álag á starfsmenn borgarinnar samhliða miklum launamun gagnvart almennum vinnumarkaði vera áhyggjuefni. „Það er gremja hjá okkur að sjálfsögðu, eins og kemur fram í könnuninni eru 13 prósent ánægðir með launin sín hjá okkur sem er langt lægst prósentan á milli þessarra félaga," segir Garðar Hilmarsson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann segir Reykjavíkurborg einungis hafa lagað laun hjá æðstu embættismönnum og borgin geti ekki borið fyrir sig slæma fjárhagstöðu borgarinnar í þessu samhengi. „Ég held að fjárhagsstaða starfsmanna Reykjavíkurborgar er ekki góð heldur, þannig með sömu rökum ættu þeir að hækka. Það má benda á það að útsvarið hafi verið að skila meiri pening en var og það ætti þá kannski að renna til starfsmanna borgarinnar fremur en eitthvað annað," segir Garðar. Jón Gnarr borgarstjóri, baðst undan viðtali vegna málsins í dag en í tilkynningu frá borginni síðdegis kemur fram að fylgst sé með þróun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg og starfshópur um aðgerðir gegn honum muni skila áætlun um að tryggja launajafnrétti á haustmánuðum.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira