Vill jafna launamun milli borgarstarfsmanna og annarra Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 7. september 2012 20:49 Mynd/GVA Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg fær tólf hundruð króna hærri árslaun ef hann er karl heldur en kona. Formaður starfsmannafélags borgarinnar vill bæta upp launamun milli starfsmanna borgarinnar og á almennum vinnumarkaði og segir gremju ríkja meðal félagsmanna. Samkvæmt nýrri launakönnun VR, SFR og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem kynnt var í dag, hafa laun hækkað um sjö til tíu prósent milli ára en hátt í fimmtungs munur er á launum starfsmanna hins opinbera svo sem hjá SFR og Reykjavíkurborg og launa félaga í VR sem eru á almennum vinnumarkaði. Til dæmis hefur kona sem starfar hjá Reykjavíkurborg að meðaltali um 94 þúsund króna lægri heildarlaun á mánuði en kynsystir hennar hjá VR og er það samtals yfir ellefu hundruð þúsund króna launamunur á einu ári fyrir skatta og gjöld. Kynbundinn launamunur innan félaganna hefur heldur dregist saman og er nú í fyrsta skipti undir tíu prósent hjá félögum VR. Kynbundinn launamunur eykst hins vegar milli ára hjá Reykjavíkurborg og er nú tæp tólf prósent. Munurinn er mismunandi eftir menntunarhópum en ef við tökum dæmi um deildarstjóra hjá borginni þá er karlkyns deildarstjóri með að meðaltali hundrað þúsund króna hærri heildarlaun en kvenkyns deildarstjóri. Það gerir samtals tólf hundruð þúsund krónur á ári fyrir skatta og gjöld en fyrir þá upphæð má til dæmis fara í tvær tveggja vikna sólarlandaferðir með fjölskylduna. Formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir aukið álag á starfsmenn borgarinnar samhliða miklum launamun gagnvart almennum vinnumarkaði vera áhyggjuefni. „Það er gremja hjá okkur að sjálfsögðu, eins og kemur fram í könnuninni eru 13 prósent ánægðir með launin sín hjá okkur sem er langt lægst prósentan á milli þessarra félaga," segir Garðar Hilmarsson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann segir Reykjavíkurborg einungis hafa lagað laun hjá æðstu embættismönnum og borgin geti ekki borið fyrir sig slæma fjárhagstöðu borgarinnar í þessu samhengi. „Ég held að fjárhagsstaða starfsmanna Reykjavíkurborgar er ekki góð heldur, þannig með sömu rökum ættu þeir að hækka. Það má benda á það að útsvarið hafi verið að skila meiri pening en var og það ætti þá kannski að renna til starfsmanna borgarinnar fremur en eitthvað annað," segir Garðar. Jón Gnarr borgarstjóri, baðst undan viðtali vegna málsins í dag en í tilkynningu frá borginni síðdegis kemur fram að fylgst sé með þróun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg og starfshópur um aðgerðir gegn honum muni skila áætlun um að tryggja launajafnrétti á haustmánuðum. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg fær tólf hundruð króna hærri árslaun ef hann er karl heldur en kona. Formaður starfsmannafélags borgarinnar vill bæta upp launamun milli starfsmanna borgarinnar og á almennum vinnumarkaði og segir gremju ríkja meðal félagsmanna. Samkvæmt nýrri launakönnun VR, SFR og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem kynnt var í dag, hafa laun hækkað um sjö til tíu prósent milli ára en hátt í fimmtungs munur er á launum starfsmanna hins opinbera svo sem hjá SFR og Reykjavíkurborg og launa félaga í VR sem eru á almennum vinnumarkaði. Til dæmis hefur kona sem starfar hjá Reykjavíkurborg að meðaltali um 94 þúsund króna lægri heildarlaun á mánuði en kynsystir hennar hjá VR og er það samtals yfir ellefu hundruð þúsund króna launamunur á einu ári fyrir skatta og gjöld. Kynbundinn launamunur innan félaganna hefur heldur dregist saman og er nú í fyrsta skipti undir tíu prósent hjá félögum VR. Kynbundinn launamunur eykst hins vegar milli ára hjá Reykjavíkurborg og er nú tæp tólf prósent. Munurinn er mismunandi eftir menntunarhópum en ef við tökum dæmi um deildarstjóra hjá borginni þá er karlkyns deildarstjóri með að meðaltali hundrað þúsund króna hærri heildarlaun en kvenkyns deildarstjóri. Það gerir samtals tólf hundruð þúsund krónur á ári fyrir skatta og gjöld en fyrir þá upphæð má til dæmis fara í tvær tveggja vikna sólarlandaferðir með fjölskylduna. Formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir aukið álag á starfsmenn borgarinnar samhliða miklum launamun gagnvart almennum vinnumarkaði vera áhyggjuefni. „Það er gremja hjá okkur að sjálfsögðu, eins og kemur fram í könnuninni eru 13 prósent ánægðir með launin sín hjá okkur sem er langt lægst prósentan á milli þessarra félaga," segir Garðar Hilmarsson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hann segir Reykjavíkurborg einungis hafa lagað laun hjá æðstu embættismönnum og borgin geti ekki borið fyrir sig slæma fjárhagstöðu borgarinnar í þessu samhengi. „Ég held að fjárhagsstaða starfsmanna Reykjavíkurborgar er ekki góð heldur, þannig með sömu rökum ættu þeir að hækka. Það má benda á það að útsvarið hafi verið að skila meiri pening en var og það ætti þá kannski að renna til starfsmanna borgarinnar fremur en eitthvað annað," segir Garðar. Jón Gnarr borgarstjóri, baðst undan viðtali vegna málsins í dag en í tilkynningu frá borginni síðdegis kemur fram að fylgst sé með þróun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg og starfshópur um aðgerðir gegn honum muni skila áætlun um að tryggja launajafnrétti á haustmánuðum.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira