Landsbankabónus í sjálfheldu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2012 19:42 Algjör óvissa er um hvernig kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans verður útfært. Rætt hefur verið um það innan Landsbankans að kaupréttirnir, sem nú eru nálægt því að vera þriggja milljarða króna virði, dreifist á alla starfsmenn bankans. Hinn 15. desember 2009 var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. þ.e gamla bankans, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að mynda stofn undir þetta kaupaukakerfi var orðinn eitt og hálft prósent af öllu hlutafé bankans um mitt þetta ár. Miðað við virði Landsbankans er verðmæti hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að það hafi verið rætt innan bankaráðs Landsbankans að kaupaukakerfið dreifist á alla starfsmenn, en gengið var út frá því í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma þegar skrifað var undir samkomulagið. Ef þessi hlutabréfeign myndi dreifast jafnt væru þetta hlutabréf sem eru þriggja milljóna króna virði á hvern einasta starfsmann, en um eitt þúsund vinna hjá Landsbankanum. Heimildir fréttastofu herma að málið sé hins vegar í algjörri sjálfheldu í augnablikinu. Í fyrsta lagi kemur fram í starfskjarastefnu bankans að tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingum á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafafund. Fram að því sé bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Á hluthafafundi þyrfti fulltrúi stærsta hluthafans, eiganda 82 prósents hlutafjár, sem er ríkið, að greiða atkvæði með tillögunni. Þá kemur fram í reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja að greiðslur vegna kaupréttar geti aldrei numið hærra hlutfalli en 25 prósentum af heildarlaunagreiðslum starfsmanns. Bara þetta ákvæði útilokar þá útfærslu að láta alla starfsmenn njóta góðs af kaupréttarkerfinu því 3 milljónir króna eru meira en fjórðungur af heildarlaunum meginþorra almennra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í algjörri biðstöðu innan bankans og engin ákvörðun verið tekin um að leggja fyrir hlutahafafund breytingar á starfskjarastefnu bankans, en næsti aðalfundur bankans er í mars á næsta ári. Þá fengust þær upplýsingar hjá Bankasýslu ríkisins að stofnunin myndi ekki taka afstöðu til slíkrar tillögu nema hún yrði lögð fram og ekki lægi því fyrir hvort fulltrúar stofnunarinnar myndu styðja hana. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Algjör óvissa er um hvernig kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans verður útfært. Rætt hefur verið um það innan Landsbankans að kaupréttirnir, sem nú eru nálægt því að vera þriggja milljarða króna virði, dreifist á alla starfsmenn bankans. Hinn 15. desember 2009 var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. þ.e gamla bankans, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að mynda stofn undir þetta kaupaukakerfi var orðinn eitt og hálft prósent af öllu hlutafé bankans um mitt þetta ár. Miðað við virði Landsbankans er verðmæti hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að það hafi verið rætt innan bankaráðs Landsbankans að kaupaukakerfið dreifist á alla starfsmenn, en gengið var út frá því í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma þegar skrifað var undir samkomulagið. Ef þessi hlutabréfeign myndi dreifast jafnt væru þetta hlutabréf sem eru þriggja milljóna króna virði á hvern einasta starfsmann, en um eitt þúsund vinna hjá Landsbankanum. Heimildir fréttastofu herma að málið sé hins vegar í algjörri sjálfheldu í augnablikinu. Í fyrsta lagi kemur fram í starfskjarastefnu bankans að tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingum á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafafund. Fram að því sé bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Á hluthafafundi þyrfti fulltrúi stærsta hluthafans, eiganda 82 prósents hlutafjár, sem er ríkið, að greiða atkvæði með tillögunni. Þá kemur fram í reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja að greiðslur vegna kaupréttar geti aldrei numið hærra hlutfalli en 25 prósentum af heildarlaunagreiðslum starfsmanns. Bara þetta ákvæði útilokar þá útfærslu að láta alla starfsmenn njóta góðs af kaupréttarkerfinu því 3 milljónir króna eru meira en fjórðungur af heildarlaunum meginþorra almennra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í algjörri biðstöðu innan bankans og engin ákvörðun verið tekin um að leggja fyrir hlutahafafund breytingar á starfskjarastefnu bankans, en næsti aðalfundur bankans er í mars á næsta ári. Þá fengust þær upplýsingar hjá Bankasýslu ríkisins að stofnunin myndi ekki taka afstöðu til slíkrar tillögu nema hún yrði lögð fram og ekki lægi því fyrir hvort fulltrúar stofnunarinnar myndu styðja hana.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira