Landsbankabónus í sjálfheldu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2012 19:42 Algjör óvissa er um hvernig kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans verður útfært. Rætt hefur verið um það innan Landsbankans að kaupréttirnir, sem nú eru nálægt því að vera þriggja milljarða króna virði, dreifist á alla starfsmenn bankans. Hinn 15. desember 2009 var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. þ.e gamla bankans, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að mynda stofn undir þetta kaupaukakerfi var orðinn eitt og hálft prósent af öllu hlutafé bankans um mitt þetta ár. Miðað við virði Landsbankans er verðmæti hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að það hafi verið rætt innan bankaráðs Landsbankans að kaupaukakerfið dreifist á alla starfsmenn, en gengið var út frá því í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma þegar skrifað var undir samkomulagið. Ef þessi hlutabréfeign myndi dreifast jafnt væru þetta hlutabréf sem eru þriggja milljóna króna virði á hvern einasta starfsmann, en um eitt þúsund vinna hjá Landsbankanum. Heimildir fréttastofu herma að málið sé hins vegar í algjörri sjálfheldu í augnablikinu. Í fyrsta lagi kemur fram í starfskjarastefnu bankans að tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingum á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafafund. Fram að því sé bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Á hluthafafundi þyrfti fulltrúi stærsta hluthafans, eiganda 82 prósents hlutafjár, sem er ríkið, að greiða atkvæði með tillögunni. Þá kemur fram í reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja að greiðslur vegna kaupréttar geti aldrei numið hærra hlutfalli en 25 prósentum af heildarlaunagreiðslum starfsmanns. Bara þetta ákvæði útilokar þá útfærslu að láta alla starfsmenn njóta góðs af kaupréttarkerfinu því 3 milljónir króna eru meira en fjórðungur af heildarlaunum meginþorra almennra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í algjörri biðstöðu innan bankans og engin ákvörðun verið tekin um að leggja fyrir hlutahafafund breytingar á starfskjarastefnu bankans, en næsti aðalfundur bankans er í mars á næsta ári. Þá fengust þær upplýsingar hjá Bankasýslu ríkisins að stofnunin myndi ekki taka afstöðu til slíkrar tillögu nema hún yrði lögð fram og ekki lægi því fyrir hvort fulltrúar stofnunarinnar myndu styðja hana. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Algjör óvissa er um hvernig kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans verður útfært. Rætt hefur verið um það innan Landsbankans að kaupréttirnir, sem nú eru nálægt því að vera þriggja milljarða króna virði, dreifist á alla starfsmenn bankans. Hinn 15. desember 2009 var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. þ.e gamla bankans, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að mynda stofn undir þetta kaupaukakerfi var orðinn eitt og hálft prósent af öllu hlutafé bankans um mitt þetta ár. Miðað við virði Landsbankans er verðmæti hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að það hafi verið rætt innan bankaráðs Landsbankans að kaupaukakerfið dreifist á alla starfsmenn, en gengið var út frá því í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma þegar skrifað var undir samkomulagið. Ef þessi hlutabréfeign myndi dreifast jafnt væru þetta hlutabréf sem eru þriggja milljóna króna virði á hvern einasta starfsmann, en um eitt þúsund vinna hjá Landsbankanum. Heimildir fréttastofu herma að málið sé hins vegar í algjörri sjálfheldu í augnablikinu. Í fyrsta lagi kemur fram í starfskjarastefnu bankans að tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingum á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafafund. Fram að því sé bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Á hluthafafundi þyrfti fulltrúi stærsta hluthafans, eiganda 82 prósents hlutafjár, sem er ríkið, að greiða atkvæði með tillögunni. Þá kemur fram í reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja að greiðslur vegna kaupréttar geti aldrei numið hærra hlutfalli en 25 prósentum af heildarlaunagreiðslum starfsmanns. Bara þetta ákvæði útilokar þá útfærslu að láta alla starfsmenn njóta góðs af kaupréttarkerfinu því 3 milljónir króna eru meira en fjórðungur af heildarlaunum meginþorra almennra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í algjörri biðstöðu innan bankans og engin ákvörðun verið tekin um að leggja fyrir hlutahafafund breytingar á starfskjarastefnu bankans, en næsti aðalfundur bankans er í mars á næsta ári. Þá fengust þær upplýsingar hjá Bankasýslu ríkisins að stofnunin myndi ekki taka afstöðu til slíkrar tillögu nema hún yrði lögð fram og ekki lægi því fyrir hvort fulltrúar stofnunarinnar myndu styðja hana.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur