Tekjuskattur mun ekki hækka á næsta ári, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Hún kynnti drög að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár fyrir ríkisstjórninni í morgun. Aðspurð um það hvort einhverjar skattahækkanir verði í frumvarpinu segist hún ekki geta tjáð sig um frumvarpið í smáatriðum fyrr en 11. september næstkomandi. Þá verður Alþingi tekið til starfa að nýju eftir sumarleyfi. „Hins vegar höfum við gert samkomulag í tengslum við kjarasamninga um að tekjuskattur hækki ekki og við stöndum við alla gerða samninga," segir hún máli sínu til stuðnings.
Oddný segir að í megindráttum sé fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár unnið eftir þriggja ára áætlun um að ná heildarjöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014. „Við fylgjum þeirri áætlun. Þar er gert ráð fyrir aðhaldi upp á eitt prósent af veltu. Við höldum okkur við það," segir Oddný. Hún segir þó ekki hægt að tala um niðurskurð heldur sé þetta gert til að halda ríkisbúskapnum í viðráðanlegu horfi og rýma til fyrir nýjum verkefnum.
Oddný segir líka að það svigrúm sem skapist í fjárlagafrumvarpinu verði nýtt í þágu barnafólks, með barnabótum og fæðingarorlofsgreiðslum.
Tekjuskattur hækkar ekki - staða barnafólks verður bætt
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila
Viðskipti innlent

Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri
Viðskipti innlent

„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“
Viðskipti innlent

Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent
Fleiri fréttir
