Enska fótboltaliðið Nottingham Forest er komið í eigu arabíska milljarðamæringsins Fawaz Al Hasawi sem búsettur er í Kúwæt. Hasawi tilheyrir einni af auðugustu fjölskyldum landsins.
Nottingham Forest spilar í fyrstu deildinni ensku en einn af sóknarmönnum liðsins, Dexter Blackstock segir að það séu frábærar fréttir fyrir liðið að það sé komið í eigu sterkefnaðs manns.
Fyrri eigandi liðsins, Nigel Doughty lést í febrúar s.l. og hefur liðið verið til sölu síðan. Ekki er vitað hvaða verð Hasawi greiddi fyrir liðið.
Arabískur milljarðamæringur kaupir Nottingham Forest
