Vextir á þýskum ríkisskuldabréfum til 10 ára hafa aldrei verið lægri í sögunni en í morgun voru þeir komnir niður í rétt rúmlega 1,3%.
Þetta er niðurstaðan úr útboði þessara skuldabréfa í morgun en alls seldust skuldabréf fyrir 4,15 milljarða evra í útboðinu á þessum vöxtum.
Síðast þegar þýsk stjórnvöld héldu útboð á skuldabréfum til 10 ára voru vextir þeirra 1,52%.
Þýskir vextir aldrei verið lægri í sögunni
