Viðskipti innlent

Jón Sigurðsson kominn til GAMMA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, hóf nýlega störf hjá ráðgjafafyrirtækinu GAMMA, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Á vefsíðu GAMMA kemur fram að Jón hóf störf hjá Stoðum, sem áður hét FL Group, árið 2005. Hann byrjaði starfsferil sinn þar sem framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs en síðar varð hann aðstoðarforstjóri og svo forstjóri. Síðustu tvö árin hefur Jón svo rekið eigið ráðgjafafyrirtæki. Á undanförnum árum hefur Jón setið í stjórnum margra fyrirtækja, þar á meðal Tryggingamiðstöðinni, Icelandair Group, Glitni og Refresco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×