Viðskipti innlent

Fimm manna hópur kaupir Keahótelin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Bollason er einn þeirra manna sem keyptu hlut í félaginu.
Einar Bollason er einn þeirra manna sem keyptu hlut í félaginu.
Fimm manna hópur hefur keypt allt hlutafé í móðurfélagi Keahótela, sem reka fimm hótel á Norðurlandi og í Reykjavík. um er að ræða Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík og enn fremur Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gíg við Mývatn og Hótel Björk í Reykjavík.

Kaupendurnir eru Páll L. Sigurjónsson, Fannar Ólafsson, Kristján Grétarsson, Einar Bollason og Andri Gunnarsson en gengið var frá kaupunum með milligöngu Landsbankans. Páll L. Sigurjónsson er einn af stofnendum fyrirtækisins og framkvæmdastjóri frá upphafi og mun hann gegna því starfi áfram. Fannar Ólafsson er framkvæmdastjóri Íshesta ehf en hann og Kristján Grétarsson eiga meirihluta í því félagi. Kristján er jafnframt framkvæmdastjóri hjá Mjöll Frigg ehf. Einar Bollason var stofnandi og er núverandi stjórnarformaður Íshesta. Andri Gunnarsson er lögmaður hjá Nordik Legal.

Í fréttatilkynningu vegna kaupanna kemur fram að starfsemi félagsins mun halda áfram í óbreyttri mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×