Iceland Express segir sig úr Samtökum ferðaþjónustunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. júlí 2012 19:00 Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna. Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Sjá meira
Iceland Express sagði sig í dag úr Samtökum ferðaþjónustunnar og verkefninu Ísland allt árið í mótmælaskyni. Félagið sakar aðalkeppinautinn, Icelandair, um óeðlileg ítök og áhrif á verkefnið. Verkefninu Ísland allt árið hófst í byrjun október 2011 en markmið verkefnisins er að auka vetrarferðamennsku á Íslandi. Ríkissjóður leggur verkefninu til 300 milljónir króna í þrjú ár gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Iceland Express lagði á sínum tíma 20 milljónir króna en ákvað í dag að draga sig með öllu út úr verkefninu. Meðal ástæðna sem gefnar eru upp err að áherslur þess séu aðrar en fyrirtækið getur fallist á og ítök og áhrif Icelandair séu miklu meiri en eðlilegt getur talist. Þá hefur félagið einnig sagt sig úr samtökum ferðaþjónustunnar af sömu ástæðum. „Þetta verkefni er greinilega alveg miðað við áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis miðast við þeirra áætlanir Icelandair, hvernig á að ráðstafa fé þessa verkefnis, miðast algjörlega við þeirra áætlanir og leiðir sem bara þeir eru að fljúga á, við segjum að það eigi að nota þetta fé til að kynna Ísland á þeim stöðum þar sem er samkeppni um farþegana og helst er líklegt að fá fólk yfir vetrartímann," segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express. Þannig hafi Iceland Express unnið að flugi beint frá Akureyri til London í vetur og reynt að fá stuðning við það verkefni. „Og það var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir um það, það var ekki hægt að fá neitt markaðsfé í það, þetta snýst því ekki um allt ísland allt árið heldur um Reykjavík allt árið, fyrir aðeins suma," segir Heimir. „Ég held að ríkið verði að skoða það hvernig fé skattborgaranna er notað og hvernig því er beitt, það er ekki hægt að beita því eingöngu í hagsmunum fyrir stærsta aðilann í flugrekstri á Íslandi, við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og við látum ekki bjóða okkur það að við séum að leggja fé inn í verkefni sem hundsar okkar hagsmuni algjörlega," segir Heimir Már. Einar Karl Haraldsson stjórnarformaður Ísland-allt árið sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið að veita meirihluta af markaðsfé verkefnisins í áfangastaði á borð við Þýskaland og Danmörk sem bæði flugfélögin fljúga til. Hann vísar því á bug að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna Express heldur hafi þvert á móti verið reynt að koma til móts við kröfur forsvarsmanna félagsins við ráðstöfun fjármuna.
Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Sjá meira