Viðskipti innlent

Óvissa um þróun atvinnuleysis í haust

Hagfræðideild Landsbankans býst við því að þær atvinnuleysistölur sem eiga eftir að koma í sumar verði í samræmi við seinustu tölur.

Verulega dró úr atvinnuleysi í júní sem var 4,8% samanborið við 6,7% í júní í fyrra. Hagfræðideildin segir að hins vegar ríki meiri óvissa um hvað gerist í haust þegar sumarverkin í byggingariðnaði og ferðamannaiðnaði klárast.

Þá komi betur í ljós hvort vinnumarkaðurinn sé í raun að taka við sér hraðar en búist var við eða hvort það sé bara óvenju mikið að gerast á þessu sumri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×