Iceland Express og Flexible Flights, sem er hluti af TUI- sérferða samsteypunni, hafa skrifað undir samstarfssamning sem er fyrsti samningur sinnar tegundar sem samsteypan gerir við íslenskt félag í flugstarfsemi. Samningurinn gefur breskum ferðamönnum tækifæri til að bóka ferðir til Íslands í gegnum öruggar gáttir ferðasöluaðila sem heyra undir TUI og Flexible Flights, sem njóta mikils trausts á Bretlandseyjum. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express segir að TUI sé eitt af stærstu og leiðandi fyrirtækjum heims í sölu farmiða.
Á næstu vikum munu Flexible Flights og Iceland Express fara í söluherferð hjá ferðaskrifstofum í Bretlandi með það sérstaklega að markmiði að fjölga ferðamönnum í helgarferðum yfir veturinn. Samkvæmt samningnum eru um eða yfir 700 ferðaskrifstofur komnar með beinan aðgang að bókunarkerfi Iceland Express í gegnum Amadeus.
Iceland Express í samband við hundruð ferðaskrifstofa
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent