Forsetinn: Tákn eða afl Ólafur Páll Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun