Viðskipti innlent

Ergo lögmenn verða Íslenska lögfræðistofan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn Íslensku lögfræðistofunnar.
Starfsmenn Íslensku lögfræðistofunnar.
Lögmannsstofan Ergo lögmenn, Turninum Smáratorgi, hefur skipt um nafn og heitir nú Íslenska lögfræðistofan. Lögmannsstofan var stofnuð árið 2008 en upphaflegir eigendur hennar eru Einar Hugi Bjarnason hrl., Haukur Örn Birgisson hrl. og Jóhann Haukur Hafstein hdl. Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður bættist svo í hóp eigenda fyrir skemmstu. Starfsmenn Íslensku lögfræðistofunnar eru 11 talsins, að meðtöldum eigendum.

Lögmenn stofunnar hafa verið áberandi í dómsmálum undanfarin misseri vegna ólögmætra gengislána og var Einar Hugi Bjarnason hrl. jafnframt skipaður í samráðshóp á vegum Umboðsmanns skuldara og Samtaka fjármálafyrirtækja vegna slíkra mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×