Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, segir að gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sveitarfélög á Austurlandi vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Frá þessu er greint í fréttaritinu Austurglugganum.
Sveitarfélögin takast nú á um hvar þjónustumiðstöð vegna olíuleitarinnar mun rísa og samkeppnin eykst stöðugt. Þjónustan sem sveitarfélögin geta veitt vegna olíuleitarinnar getur verið mikil og því eru miklir hagsmunir í húfi. Haukur telur að verkefnið geti orðið stærra en tilkoma ALCOA Fjarðaráls til Austurlands. Því getur skipt miklu fyrir landsfjórðunginn að fá að veita þjónustuna. Haukur bendir á að ef þjónusta sveitarfélaga við rannsóknarboranirnar uppfyllir öll skilyrði sé ekki ólíklegt að frekari þjónusta geti komið í kjölfarið þegar olíuframleiðsla hefst fyrir alvöru, þ.e. ef allt gengur upp.
Vegna þessa hafa sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað ákveðið að kynna sig sem eitt atvinnusvæði til að auka aðdráttarafl svæðisins.
Gríðarlegir hagsmunir í þjónustu vegna olíuleitar
BBI skrifar

Mest lesið

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent



Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
