Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur staðfest topplánshæfiseinkunn eða AAA fyrir Norræna fjárfestingarbankann (NIB) með stöðugum horfum.
Í áliti matsfyrirtækisins segir að rekstur bankans sé mjög traustur og NIB eigi þar að auki öfluga bakhjarla, það er Norðurlöndin. Einkunnin endurspegli að Norðurlandaþjóðirnar, að vísu að Íslandi undanskildu, eru allar með topplánshæfiseinkunnir.
Við þetta má bæta að matsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu að horfurnar séu stöðugar fyrir flesta banka á Norðurlöndunum á næsta ári. Fitch reiknar með að eignasafn þessara banka verði áfram traust og að fjárhagsstaða þeirra muni ekki bera skaða af þeirri efnahagsóvissu sem ríkir í Evrópu.
NIB heldur topplánshæfiseinkunn sinni

Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent


Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent


Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent