Eina vandamál Íslands er fámennið Magnús Halldórsson skrifar 12. október 2012 22:23 John Dizard. Mynd/Vilhelm Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni. Dizard er einna þekktastur fyrir skörp skrif sín í viðskiptatímarit, þar á meðal Financial Times. Í erindi sínu í Hörpunni í gær, ræddi Dizard um stöðu mála í Evrópu, bæði út frá efnahagslegu sjónarmiði en ekki síður pólitísku. Sagði hann vanda við stjórnun efnahagsmála í Evrópu, blasa við, ekki síst þar sem ólík ríki notist við sömu myntina, evruna, og þurfi ólík meðöl við vandamálum sínum. Hann spáir þó ekki allsherjarhruni evrunnar, heldur frekar sársaukafullri aðlögun Evrópusambandsins að breyttum veruleika. „Ég held að norðurevrópsku löndunum muni vegna betur efnahagslega en undanfarið og að mismunurinn muni jafnvel aukast, að hluta til vegna þess að faglært og metnaðarfult fólk leiti frá Suður-Evrópu til Norður-Evrópu," segir Dizard. Þegar kemur að Íslandi segist Dizard bjartsýnn fyrir hönd landsins, ekki síst vegna þess að hér væri rík og sterk lýðræðishefð, og sterkir efnahagslegir innviðir. „Ég held að Ísland búi yfir miklum styrk sem Íslendingar vanmeta stundum sjálfir. Þið búið við lágan orkukostnað, nægt vatn, sem ykkur finnst sjálfsagt en sem er mjög eftirsótt annars staðar í heiminum, með mjög ódýrt prótín og mjög skilvirkan iðnað, og þið hafið mikið af framsýnu og duglegu fólki," segir Dizard. Og Dizard segir vandamál Íslendinga ekki voru svo umfangsmikil, þegar öllu sé á botninn hvolft. „Eina vandamálið á Íslandi er að það er ekki nóg af Íslendingum en þið eruð að vinna í því," segir hann. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eina vandamálið fyrir Ísland í framtíðinni er að íbúar landsins mættu vera fleiri. Innviðirnir eru sterkir og efnahagsleg tækifæri í framtíðinni mörg. Þetta segir fjármálasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn John Dizard, en hann hélt erindi á hádegisfundi VÍB í Hörpunni í vikunni. Dizard er einna þekktastur fyrir skörp skrif sín í viðskiptatímarit, þar á meðal Financial Times. Í erindi sínu í Hörpunni í gær, ræddi Dizard um stöðu mála í Evrópu, bæði út frá efnahagslegu sjónarmiði en ekki síður pólitísku. Sagði hann vanda við stjórnun efnahagsmála í Evrópu, blasa við, ekki síst þar sem ólík ríki notist við sömu myntina, evruna, og þurfi ólík meðöl við vandamálum sínum. Hann spáir þó ekki allsherjarhruni evrunnar, heldur frekar sársaukafullri aðlögun Evrópusambandsins að breyttum veruleika. „Ég held að norðurevrópsku löndunum muni vegna betur efnahagslega en undanfarið og að mismunurinn muni jafnvel aukast, að hluta til vegna þess að faglært og metnaðarfult fólk leiti frá Suður-Evrópu til Norður-Evrópu," segir Dizard. Þegar kemur að Íslandi segist Dizard bjartsýnn fyrir hönd landsins, ekki síst vegna þess að hér væri rík og sterk lýðræðishefð, og sterkir efnahagslegir innviðir. „Ég held að Ísland búi yfir miklum styrk sem Íslendingar vanmeta stundum sjálfir. Þið búið við lágan orkukostnað, nægt vatn, sem ykkur finnst sjálfsagt en sem er mjög eftirsótt annars staðar í heiminum, með mjög ódýrt prótín og mjög skilvirkan iðnað, og þið hafið mikið af framsýnu og duglegu fólki," segir Dizard. Og Dizard segir vandamál Íslendinga ekki voru svo umfangsmikil, þegar öllu sé á botninn hvolft. „Eina vandamálið á Íslandi er að það er ekki nóg af Íslendingum en þið eruð að vinna í því," segir hann.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira