Handbolti

Auðvelt hjá Ólafi og félögum

Ólafur í leik með Flensburg.
Ólafur í leik með Flensburg.
Flensburg styrkti stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan útisigur, 24-33, á TuS N-Lübbecke.

Flensburg sterkara strax frá upphafi og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 12-17.

Ólafur Gústafsson spilaði með Flensburg í kvöld en hafði óvenju hægt um sig í sókninni því hann komst ekki á blað. Hann spilaði meira í vörninni þar sem hann var sterkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×