Glíman við sundið Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 22. október 2012 11:30 Sundið Leikstjórn og handrit Jón Karl Helgason. Sýnd í Bío Paradís. Eitt af aðalsmerkjum góðrar heimildarmyndar er vel til fundið viðfangsefni. Eitthvað sem fær mann til að velta fyrir sér hvers vegna engum hafi áður dottið í hug að taka það fyrir. Í þessari annarri heimildarmynd hins margreynda kvikmyndatökumanns Jóns Karls Helgasonar ratast honum einmitt á einkar vel til fundið viðfangsefni. Ekki nóg með það heldur afrekar hann að setja það í víðara og enn áhugaverðara samhengi. Útgangspunktur myndarinnar er kapphlaup tveggja íslenskra eldhuga, nafnanna Benedikts S. Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem þeir háðu á árunum 2007 og 2008 um að verða fyrri til að afreka að verða fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið. Það fór ekki mikið fyrir þessu kapphlaupi á sínum tíma - í það minnsta fór það að mestu fram hjá undirrituðum - og því þeim mun betur til fundið hjá Jóni Karli að ná að festa þessa atburðarás á filmu. Hann matreiðir hana líka á einlægan og grípandi máta og tekst ekki aðeins vel upp við að endurskapa þá miklu spennu sem ríkti á meðan á sundtilraunum stóð heldur varpar hann skýru ljósi á hversu gríðarlegt þrekvirki það er að synda yfir Ermarsundið. Þar býr Jón Karl bersýnilega vel að allri reynslunni en hann hefur komið sérlega víða við, allt í senn við gerð kvikmynda, heimildarmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Inn í kapphlaupið um Ermarsundið tvinnar hann svo áhugaverð og vel viðeigandi brot úr sögu sundsins á Íslandi frá upphafi landnáms til samtímans; sviðsett og leikin innskot sem flest hver eru haganlega gerð. Á stöku stað rjúfa þau reyndar helst til of bratt og tefja meginframvinduna, einkum framan af, en þó aldrei meira en svo að myndin rígheldur frá upphafi til enda. Niðurstaða: Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni. Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Sundið Leikstjórn og handrit Jón Karl Helgason. Sýnd í Bío Paradís. Eitt af aðalsmerkjum góðrar heimildarmyndar er vel til fundið viðfangsefni. Eitthvað sem fær mann til að velta fyrir sér hvers vegna engum hafi áður dottið í hug að taka það fyrir. Í þessari annarri heimildarmynd hins margreynda kvikmyndatökumanns Jóns Karls Helgasonar ratast honum einmitt á einkar vel til fundið viðfangsefni. Ekki nóg með það heldur afrekar hann að setja það í víðara og enn áhugaverðara samhengi. Útgangspunktur myndarinnar er kapphlaup tveggja íslenskra eldhuga, nafnanna Benedikts S. Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem þeir háðu á árunum 2007 og 2008 um að verða fyrri til að afreka að verða fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið. Það fór ekki mikið fyrir þessu kapphlaupi á sínum tíma - í það minnsta fór það að mestu fram hjá undirrituðum - og því þeim mun betur til fundið hjá Jóni Karli að ná að festa þessa atburðarás á filmu. Hann matreiðir hana líka á einlægan og grípandi máta og tekst ekki aðeins vel upp við að endurskapa þá miklu spennu sem ríkti á meðan á sundtilraunum stóð heldur varpar hann skýru ljósi á hversu gríðarlegt þrekvirki það er að synda yfir Ermarsundið. Þar býr Jón Karl bersýnilega vel að allri reynslunni en hann hefur komið sérlega víða við, allt í senn við gerð kvikmynda, heimildarmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Inn í kapphlaupið um Ermarsundið tvinnar hann svo áhugaverð og vel viðeigandi brot úr sögu sundsins á Íslandi frá upphafi landnáms til samtímans; sviðsett og leikin innskot sem flest hver eru haganlega gerð. Á stöku stað rjúfa þau reyndar helst til of bratt og tefja meginframvinduna, einkum framan af, en þó aldrei meira en svo að myndin rígheldur frá upphafi til enda. Niðurstaða: Heiðarleg, grípandi og að mestu vel gerð heimildarmynd um áhugavert og vel til fundið viðfangsefni.
Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira