Flugfreyjur segjast ekki hafa boðað til verkfalls 22. mars 2012 13:40 Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Iceland Express um ólögmæta verkfallsboðun er svarað. „Þar sem fréttatilkynningin er full af rangfærslum og ekki kemur neitt fram um hvers vegna ólögmæti verkfalls ætti að vera fólgið sér Flugfreyjufélag Íslands sig knúið að leiðrétta nokkrar staðreyndavillur sem þarna koma fram," segir Sigrún. „Í fyrsta lagi hefur Flugfreyjufélag Íslands ekki boðað neitt verkfall á hendur Iceland Express. Því er það frumhlaup hjá Iceland Express að senda nú út fréttatilkynningu með þessari yfirskrift. Vissulega hefur flugfélagið heimild til að vísa málum vegna verkfallsboðunar til Félagsdóms, en það er að sjálfsögðu ekki hægt fyrr en verkfall hefur verið boðað." Sigrún segir að í öðru lagi liggi fyrir dómur Félagsdóms frá 1. mars 2012 í málinu nr. 1/2012 sem viðukenni að Iceland Express hafi brotið gegn forgangsréttarákvæðum kjarasamnings með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn Flugfreyjufélagsins verði starfandi í hverju flugi Iceland Express. „Í þriðja lagi kannast Flugfreyjufélagið ekki við að Iceland Express hafi leitast við að finna lausn á málinu í framhaldi af dómi Félagsdóms „án undirtekta frá Flugfreyjufélagi Íslands"." Hún segir að hið rétta sé að þegar dómur hafi legið fyrir um kjarasamningsbrot Iceland Express hafi Samtök atvinnulífsins boðað fulltrúa Flugfreyjufélagsins á fund ásamt fulltrúum flugfélagsins og lögmönnum aðila. „Á fundinum greindu fulltrúar Flugfreyjufélagsins frá því að þeir myndu ekki gera frekari kröfur á hendur Iceland Express til að fullnægja dóminun en þær að starfandi yrðu 4 flugfreyjur/flugliðar, félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, í hverju flugi. Ekki yrði gerð athugasemd við það þó að einnig yrði við störf í hverju flugi „auka" flugfreyja/flugliði umfram lágmarksfjölda og að sá aukaeinstaklingur yrði frá hinu erlenda flugfélagi og ekki félagsmaður Flugfreyjufélagsins." Að sögn Sigrúnar höfnuðu fulltrúar Iceland Express þessu og lýstu því yfir á fundinum að þeim væri ekki unnt að virða dóminn og myndu því ekkert aðhafast. „Þegar þessi afstaða lá fyrir skrifaði lögmaður Flugfreyjufélagsins bréf til Samtaka atvinnulífsins þar sem veittur var frestur til 15. mars 2012 til að fallast á tillögur Flugfreyjufélagsins. Sá tími leið án þess að nokkuð heyrðist frá Iceland Express eða Samtökum atvinnulífsins." Sigrún segir að þá hafi Flugfreyjufélagið boðað til félagsfundar um málið. „Í framhaldi af fundinum fór fram almenn leynileg atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun, en það er sú eina leið sem félagið hefur til að fylgja eftir dómi Félagsdóms samkvæmt lögum. Verkfallsboðun var samþykkt með tilskyldum fjölda félagsmanna í starfi hjá Iceland Express. Ekki hafði enn gefist tækifæri til að tilkynna aðilum um verkfallsboðunina þegar Iceland Express var tekið til við að lýsa því yfir að verkfallsboðunin væri ólögmæt," segir hún, en tilkynning Iceland Express barst í gær. „Það er að sjálfsögðu hvorki í verkahring Iceland Express né Samtaka atvinnulífsins að komast að raun um lögmæti verkfallsboðana, heldur Félagsdóms. Þar til dómur liggur fyrir verða menn að bíða með upphrópanir um lögbrot. Enn hefur Iceland Express tækifæri til að hlýta dómi Félagsdóms frá 1. mars 2012, því verkfall er ekki fyrirhugað fyrr en undir lok næstu viku." Tengdar fréttir Iceland Express kærir boðað verkfall flugfreyja Iceland Express ætlar að kæra boðað verkfall flugfreyja hjá félaginu eftir viku, til Félagsdóms þar sem félagið telur verkfallið ólöglegt. 22. mars 2012 06:47 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Sigrún Jónsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Iceland Express um ólögmæta verkfallsboðun er svarað. „Þar sem fréttatilkynningin er full af rangfærslum og ekki kemur neitt fram um hvers vegna ólögmæti verkfalls ætti að vera fólgið sér Flugfreyjufélag Íslands sig knúið að leiðrétta nokkrar staðreyndavillur sem þarna koma fram," segir Sigrún. „Í fyrsta lagi hefur Flugfreyjufélag Íslands ekki boðað neitt verkfall á hendur Iceland Express. Því er það frumhlaup hjá Iceland Express að senda nú út fréttatilkynningu með þessari yfirskrift. Vissulega hefur flugfélagið heimild til að vísa málum vegna verkfallsboðunar til Félagsdóms, en það er að sjálfsögðu ekki hægt fyrr en verkfall hefur verið boðað." Sigrún segir að í öðru lagi liggi fyrir dómur Félagsdóms frá 1. mars 2012 í málinu nr. 1/2012 sem viðukenni að Iceland Express hafi brotið gegn forgangsréttarákvæðum kjarasamnings með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn Flugfreyjufélagsins verði starfandi í hverju flugi Iceland Express. „Í þriðja lagi kannast Flugfreyjufélagið ekki við að Iceland Express hafi leitast við að finna lausn á málinu í framhaldi af dómi Félagsdóms „án undirtekta frá Flugfreyjufélagi Íslands"." Hún segir að hið rétta sé að þegar dómur hafi legið fyrir um kjarasamningsbrot Iceland Express hafi Samtök atvinnulífsins boðað fulltrúa Flugfreyjufélagsins á fund ásamt fulltrúum flugfélagsins og lögmönnum aðila. „Á fundinum greindu fulltrúar Flugfreyjufélagsins frá því að þeir myndu ekki gera frekari kröfur á hendur Iceland Express til að fullnægja dóminun en þær að starfandi yrðu 4 flugfreyjur/flugliðar, félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, í hverju flugi. Ekki yrði gerð athugasemd við það þó að einnig yrði við störf í hverju flugi „auka" flugfreyja/flugliði umfram lágmarksfjölda og að sá aukaeinstaklingur yrði frá hinu erlenda flugfélagi og ekki félagsmaður Flugfreyjufélagsins." Að sögn Sigrúnar höfnuðu fulltrúar Iceland Express þessu og lýstu því yfir á fundinum að þeim væri ekki unnt að virða dóminn og myndu því ekkert aðhafast. „Þegar þessi afstaða lá fyrir skrifaði lögmaður Flugfreyjufélagsins bréf til Samtaka atvinnulífsins þar sem veittur var frestur til 15. mars 2012 til að fallast á tillögur Flugfreyjufélagsins. Sá tími leið án þess að nokkuð heyrðist frá Iceland Express eða Samtökum atvinnulífsins." Sigrún segir að þá hafi Flugfreyjufélagið boðað til félagsfundar um málið. „Í framhaldi af fundinum fór fram almenn leynileg atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun, en það er sú eina leið sem félagið hefur til að fylgja eftir dómi Félagsdóms samkvæmt lögum. Verkfallsboðun var samþykkt með tilskyldum fjölda félagsmanna í starfi hjá Iceland Express. Ekki hafði enn gefist tækifæri til að tilkynna aðilum um verkfallsboðunina þegar Iceland Express var tekið til við að lýsa því yfir að verkfallsboðunin væri ólögmæt," segir hún, en tilkynning Iceland Express barst í gær. „Það er að sjálfsögðu hvorki í verkahring Iceland Express né Samtaka atvinnulífsins að komast að raun um lögmæti verkfallsboðana, heldur Félagsdóms. Þar til dómur liggur fyrir verða menn að bíða með upphrópanir um lögbrot. Enn hefur Iceland Express tækifæri til að hlýta dómi Félagsdóms frá 1. mars 2012, því verkfall er ekki fyrirhugað fyrr en undir lok næstu viku."
Tengdar fréttir Iceland Express kærir boðað verkfall flugfreyja Iceland Express ætlar að kæra boðað verkfall flugfreyja hjá félaginu eftir viku, til Félagsdóms þar sem félagið telur verkfallið ólöglegt. 22. mars 2012 06:47 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Iceland Express kærir boðað verkfall flugfreyja Iceland Express ætlar að kæra boðað verkfall flugfreyja hjá félaginu eftir viku, til Félagsdóms þar sem félagið telur verkfallið ólöglegt. 22. mars 2012 06:47