Íbúðaverð í borginni lækkar en veltan á markaðinum eykst 20. september 2012 07:11 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Hinsvegar hefur veltan á íbúðamarkaðinum aukist töluvert í sumar miðað við sama tímabil í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lækkunin er tilkomin vegna þess að íbúðir í fjölbýli lækkuðu um 0,8% frá fyrri mánuði, en íbúðir í sérbýli hækkuðu hinsvegar um 1,4% frá fyrri mánuði. Fjölbýlisíbúðir vega mun þyngra í vísitölunni en sérbýli, enda lunginn af fasteignaviðskiptum með íbúðir í fjölbýli. Það sem af er þessu ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,3% að nafnverði en að teknu tilliti til verðbólgu hefur íbúðaverð nánast staðið í stað að raunverði. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 6,7% að nafnverði og 2,4% að raunverði. Fram kemur í Morgunkorninu að á sama tíma og dregur úr hækkunartaktinum er veltan á íbúðamarkaði að aukast jafnt og þétt og sölutími eigna er að styttast. „Yfir sumarmánuðina voru gerðir samtals 1.395 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði og er það aukning um 12% frá sama tíma fyrra árs þegar samningarnir voru 1.246. Það sem af er þessu ári hafa verið gerðir 3.400 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er það aukning um 17% frá sama tímabili í fyrra," segir í Morgunkorninu. „Á sama tíma er sölutími eigna að styttast, en samkvæmt útreikningum Seðlabankans er meðalsölutími birgða nú kominn niður í 9,9 mánuði. Hér er miðað við þann tíma sem tekur að selja eignir sem auglýstar eru til sölu miðað við veltu viðkomandi mánaðar. Til samanburðar var þessi tími 13,4 mánuðir í apríl síðastliðnum og 23,6 mánuðir í ársbyrjun 2011." Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Hinsvegar hefur veltan á íbúðamarkaðinum aukist töluvert í sumar miðað við sama tímabil í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lækkunin er tilkomin vegna þess að íbúðir í fjölbýli lækkuðu um 0,8% frá fyrri mánuði, en íbúðir í sérbýli hækkuðu hinsvegar um 1,4% frá fyrri mánuði. Fjölbýlisíbúðir vega mun þyngra í vísitölunni en sérbýli, enda lunginn af fasteignaviðskiptum með íbúðir í fjölbýli. Það sem af er þessu ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,3% að nafnverði en að teknu tilliti til verðbólgu hefur íbúðaverð nánast staðið í stað að raunverði. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 6,7% að nafnverði og 2,4% að raunverði. Fram kemur í Morgunkorninu að á sama tíma og dregur úr hækkunartaktinum er veltan á íbúðamarkaði að aukast jafnt og þétt og sölutími eigna er að styttast. „Yfir sumarmánuðina voru gerðir samtals 1.395 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði og er það aukning um 12% frá sama tíma fyrra árs þegar samningarnir voru 1.246. Það sem af er þessu ári hafa verið gerðir 3.400 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er það aukning um 17% frá sama tímabili í fyrra," segir í Morgunkorninu. „Á sama tíma er sölutími eigna að styttast, en samkvæmt útreikningum Seðlabankans er meðalsölutími birgða nú kominn niður í 9,9 mánuði. Hér er miðað við þann tíma sem tekur að selja eignir sem auglýstar eru til sölu miðað við veltu viðkomandi mánaðar. Til samanburðar var þessi tími 13,4 mánuðir í apríl síðastliðnum og 23,6 mánuðir í ársbyrjun 2011."
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira