Þingmenn Samfylkingar: Evran yrði farsælust fyrir þjóðina BBI skrifar 20. september 2012 12:09 Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina. „Íslenska efnahagshrunið var öðrum þræði hrun gjaldmiðils," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og taldi skyldu Alþingis að tryggja landinu traustari gjaldmiðil til framtíðar. Og Helgi horfir hýrum augum til Evrunnar. „Þetta er svona. Takist að leysa úr skuldavanda Suður-Evrópu er Evran líklegust til að hjálpa okkur Íslendingum við að losna úr höftum, draga úr sveiflum, lækka verðbólgu og auka útflutningstekjur," sagði Helgi. „Það er algjört ábyrgðarleysi að vilja hætta viðræðum um þau brýnu hagsmunamál Íslendinga við Evrópusambandið áður en lyktir eru fengnar í þær viðræður." Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, var sömu skoðunnar. „Virðulegi forseti, það er vissulega mögulegt að lifa áfram með íslensku krónunni en því fylgja miklir gallar," segði Oddný. Tryggi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var hins vegar ekki jafnsannfærður um ágæti Evrunnar. Hann tók að vísu undir að kostir Íslands væru aðeins tveir í raun: að taka upp Evru eða halda í krónuna. Tryggvi taldi hins vegar að með agaðri og endurbættri hagstjórn væri krónan raunhæfur kostur. „Það virðist líka vera orðið morgunljóst að íslenska þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið og þar af leiðandi þurfum við að beina sjónum að þeim kosti sem stendur til boða og það er að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil, sama hvað hver segir," sagði Tryggvi Þór. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina. „Íslenska efnahagshrunið var öðrum þræði hrun gjaldmiðils," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og taldi skyldu Alþingis að tryggja landinu traustari gjaldmiðil til framtíðar. Og Helgi horfir hýrum augum til Evrunnar. „Þetta er svona. Takist að leysa úr skuldavanda Suður-Evrópu er Evran líklegust til að hjálpa okkur Íslendingum við að losna úr höftum, draga úr sveiflum, lækka verðbólgu og auka útflutningstekjur," sagði Helgi. „Það er algjört ábyrgðarleysi að vilja hætta viðræðum um þau brýnu hagsmunamál Íslendinga við Evrópusambandið áður en lyktir eru fengnar í þær viðræður." Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, var sömu skoðunnar. „Virðulegi forseti, það er vissulega mögulegt að lifa áfram með íslensku krónunni en því fylgja miklir gallar," segði Oddný. Tryggi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var hins vegar ekki jafnsannfærður um ágæti Evrunnar. Hann tók að vísu undir að kostir Íslands væru aðeins tveir í raun: að taka upp Evru eða halda í krónuna. Tryggvi taldi hins vegar að með agaðri og endurbættri hagstjórn væri krónan raunhæfur kostur. „Það virðist líka vera orðið morgunljóst að íslenska þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið og þar af leiðandi þurfum við að beina sjónum að þeim kosti sem stendur til boða og það er að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil, sama hvað hver segir," sagði Tryggvi Þór.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur