Fallið frá kaupréttarsamningum stjórnenda hjá Eimskip Lillý Valgerður Pétusdóttir skrifar 25. október 2012 18:39 Stórum hluthöfum í Eimskipi hefur verið tilkynnt að fallið verði frá kaupréttarsamningum sem gerðir voru við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í hlutabréfaútboði félagsins meðal annars vegna samninganna. Fyrri hluta hlutafjárútboðs Eimskips lauk í dag. Aðeins fagfjárfestar máttu taka þátt en í boði var fimmtungshlutur í félaginu. Tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, tóku ekki þátt í útboðinu meðal annars vegna óánægju með kaupréttarsamninga sem gerðir voru við sex stjórnendur fyrirtækisins í sumar. Samningarnir fólu í sér að stjórnendurnir eignuðust hluti í félaginu á mun lægra verði en fjárfestum stóð til boða. Sem þýðir að strax við skráningu félagsins, sem fyrirhuguð er í nóvember, myndu stjórnendurnir hagnast um hundruð milljóna króna. Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem er þriðji stóri lífeyrissjóðurinn tók heldur ekki þátt í útboðinu. Ástæðan er sú að sjóðurinn keypti í sumar um 14% hlut í félaginu. Þetta var gert þrátt fyrir að sjóðurinn vissi af kaupréttarsamningunum. Kaupréttarsamningarnir voru upphaflega 2,8% en eftir að sjóðurinn keypti hlutféið þá voru þeir auknir í allt að 5%. Lífeyrissjóðurinn sendi frá sér fréttatilkynningu vegna umræðunnar í dag þar sem sagt var að stjórn sjóðsins myndi beita áhrifum sínum til að hófs verði gætt varðandi kjör stjórnenda Eimskips þannig að þau verði í góðu samræmi við íslenskan veruleika. Helgi Magnússon stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að síðdegis hafi stjórn sjóðsins svo verið tjáð að fallið hefði verið frá kaupréttarsamningunum. „Við fögnum því vegna þess að það er alveg ljóst að það reis óánægjualda út af þessu og það er mjög vont fyrir félag, fyrir fyrirtæki á markaði, að það sé ekki sátt um það, að það sé ófriður um það og það er bara mjög mikilvægt að það ríki sátt og að það verði góður friður um fyrirtækið," segir Helgi. Ekki hefur náðst í stjórnendur Eimskips í dag vegna málsins. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Stórum hluthöfum í Eimskipi hefur verið tilkynnt að fallið verði frá kaupréttarsamningum sem gerðir voru við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í hlutabréfaútboði félagsins meðal annars vegna samninganna. Fyrri hluta hlutafjárútboðs Eimskips lauk í dag. Aðeins fagfjárfestar máttu taka þátt en í boði var fimmtungshlutur í félaginu. Tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, tóku ekki þátt í útboðinu meðal annars vegna óánægju með kaupréttarsamninga sem gerðir voru við sex stjórnendur fyrirtækisins í sumar. Samningarnir fólu í sér að stjórnendurnir eignuðust hluti í félaginu á mun lægra verði en fjárfestum stóð til boða. Sem þýðir að strax við skráningu félagsins, sem fyrirhuguð er í nóvember, myndu stjórnendurnir hagnast um hundruð milljóna króna. Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem er þriðji stóri lífeyrissjóðurinn tók heldur ekki þátt í útboðinu. Ástæðan er sú að sjóðurinn keypti í sumar um 14% hlut í félaginu. Þetta var gert þrátt fyrir að sjóðurinn vissi af kaupréttarsamningunum. Kaupréttarsamningarnir voru upphaflega 2,8% en eftir að sjóðurinn keypti hlutféið þá voru þeir auknir í allt að 5%. Lífeyrissjóðurinn sendi frá sér fréttatilkynningu vegna umræðunnar í dag þar sem sagt var að stjórn sjóðsins myndi beita áhrifum sínum til að hófs verði gætt varðandi kjör stjórnenda Eimskips þannig að þau verði í góðu samræmi við íslenskan veruleika. Helgi Magnússon stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að síðdegis hafi stjórn sjóðsins svo verið tjáð að fallið hefði verið frá kaupréttarsamningunum. „Við fögnum því vegna þess að það er alveg ljóst að það reis óánægjualda út af þessu og það er mjög vont fyrir félag, fyrir fyrirtæki á markaði, að það sé ekki sátt um það, að það sé ófriður um það og það er bara mjög mikilvægt að það ríki sátt og að það verði góður friður um fyrirtækið," segir Helgi. Ekki hefur náðst í stjórnendur Eimskips í dag vegna málsins.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira