Stórt skref í endurreisn efnahags landsins MH skrifar 26. júní 2012 20:43 Við erum vel á veg komin út úr efnahagsþreninginum, segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir bankann vera búinn að stíga stórt skref í endurreisn efnahags landsins með sölu á eignum og að brátt verði bankinn búinn að losa sig við neikvæð áhrif hrunsins. Landsbankinn tilkynnti um það 22. júní sl. að bankinn hefði lokið við sölu á öllum eignur í óskyldum rekstri, og að það markaði ákveðinn þáttaskil í rekstri bankans sem endurreistur var á grunni innlendra eigna gamla Landsbankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri, segir um stóran áfanga vera að ræða. „Þetta er stór áfangi. Við náum nú að lækka eignir til sölu um hundrað milljarða á seinustu tveimur árum. Þetta er hluti af miklu stærri mynd. Það var hrun hér eins og allir vita og við erum búin að vera upptekin við að vinna í efnahagsreikningi okkar og þá um leið efnahagsreikningi allra viðskiptavina," segir Steinþór Endurskipulagning á fjárhag nær allra viðskiptavina bankans, þar með talið heimila, er nú að mestu lokið en það hefur ekki gengið áfallalaust. Steinþór segir t.d að mörg fyrirtæki hafi kvartað sáran yfir því að eiga að samkeppni við fyrirtæki í eigu bankans. „Eftirlitsaðilar hafa af þessu áhyggjur. Viðskiptaaðilar hafa af þessu áhyggjur, að þeir séu að keppa við samkeppnisaðila sem eru í eigu okkar. Til lengri tíma er það ekki hollt. Og við höfum unnið eins hratt og vel og við höfum getað að því að selja þessar eignir. Og smátt og smátt erum við að losa okkur við þetta hrun. Þrátt fyrir að aðstæður séu mjög erfiðar víða hjá okkar viðskiptavinum þá er alla vega búið að ná sýnilegum árangri. Og þetta er mikilvægt fyrir bankann sem slíkan, að hann vinni sér til baka traust og trúnað," segir Steinþór. Fréttastofa mun á næstu dögum og vikum fjalla ítarlega um endurskipulagningu á fjárhag íslenskra fyrirtækja, og sölu endurreistu bankanna þriggja á eignum sem yfirteknar voru við hrunið fyrir tæpum fjórum árum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Við erum vel á veg komin út úr efnahagsþreninginum, segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir bankann vera búinn að stíga stórt skref í endurreisn efnahags landsins með sölu á eignum og að brátt verði bankinn búinn að losa sig við neikvæð áhrif hrunsins. Landsbankinn tilkynnti um það 22. júní sl. að bankinn hefði lokið við sölu á öllum eignur í óskyldum rekstri, og að það markaði ákveðinn þáttaskil í rekstri bankans sem endurreistur var á grunni innlendra eigna gamla Landsbankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri, segir um stóran áfanga vera að ræða. „Þetta er stór áfangi. Við náum nú að lækka eignir til sölu um hundrað milljarða á seinustu tveimur árum. Þetta er hluti af miklu stærri mynd. Það var hrun hér eins og allir vita og við erum búin að vera upptekin við að vinna í efnahagsreikningi okkar og þá um leið efnahagsreikningi allra viðskiptavina," segir Steinþór Endurskipulagning á fjárhag nær allra viðskiptavina bankans, þar með talið heimila, er nú að mestu lokið en það hefur ekki gengið áfallalaust. Steinþór segir t.d að mörg fyrirtæki hafi kvartað sáran yfir því að eiga að samkeppni við fyrirtæki í eigu bankans. „Eftirlitsaðilar hafa af þessu áhyggjur. Viðskiptaaðilar hafa af þessu áhyggjur, að þeir séu að keppa við samkeppnisaðila sem eru í eigu okkar. Til lengri tíma er það ekki hollt. Og við höfum unnið eins hratt og vel og við höfum getað að því að selja þessar eignir. Og smátt og smátt erum við að losa okkur við þetta hrun. Þrátt fyrir að aðstæður séu mjög erfiðar víða hjá okkar viðskiptavinum þá er alla vega búið að ná sýnilegum árangri. Og þetta er mikilvægt fyrir bankann sem slíkan, að hann vinni sér til baka traust og trúnað," segir Steinþór. Fréttastofa mun á næstu dögum og vikum fjalla ítarlega um endurskipulagningu á fjárhag íslenskra fyrirtækja, og sölu endurreistu bankanna þriggja á eignum sem yfirteknar voru við hrunið fyrir tæpum fjórum árum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira