Hreiðar Már: "Rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2012 21:33 Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma. FSA, breska fjármálaeftirlitið, hóf rannsókn á Kaupþingi Singer & Friedlander eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun í október 2008. FSA rannsóknin var afmörkuð við starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í London síðustu vikurnar fyrir fall bankans og FSA kom ekki nálægt skoðun á móðurfélaginu hér heima á Íslandi, enda hefur eftirlitið engin valdmörk gagnvart því. Núna, þremur og hálfu ári síðar er niðurstaðan sú að engin refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í rekstri bankans þessar vikur í Lundúnum fyrir fall bankanna. Hreiðar Már, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson gerðu sátt við FSA samhliða ákvörðun eftirlitsins. Hvað áhrif hefur þessi ákvörðun FSA, breska fjármálaeftirlitsins, fyrir þig, sem fyrrverandi forstjóra móðurfélagsins Kaupþings á Íslandi? „Þessi niðurstaða hefur töluvert mikla þýðingu. Því það voru uppi ásakanir um óeðlilega fjármagnsflutninga og að við höfum ekki staðið eðlilega að rekstri Singer & Friedlander, en rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt, að við höfum í hvívetna farið eftir lögum í rekstri bankans," segir Hreiðar Már, í samtali við fréttastofu en nálgast má myndskeið hér fyrir ofan með viðtali við hann frá Lúxemborg gegnum Skype. Þetta er ekki algjör hvítþvottur fyrir dótturfélagið í London því FSA telur að stjórnendur Kaupþings hafi greint ranglega frá því að Singer & Friedlander hafi verið í þeirri stöðu að fá lánalínu upp á einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða króna, frá móðurfélaginu Kaupþingi á Íslandi með skömmum fyrirvara. Þessi fullyrðing hafi ekki átt við rök að styðjast. Þá telur FSA að þetta sé alvarlegur brestur í upplýsingagjöf Kaupþings. Hreiðar Már segir að þessir vankantar á upplýsingagjöf séu þess eðlis að FSA hafi talið að stjórnendur Kaupþings hafi ekki upplýst eftirlitið, dagana fyrir hrun, um hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni banka, sem ekkert varð úr, hefði haft á rekstur Kaupþings, en stjórnendur bankans hafi talið eftirlitið fyllilega upplýst um það. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson skrifuðu undir sátt um að þeir megi ekki stjórna leyfisskyldum fjármálafyrirtækjum á Englandi í fimm ár frá falli Kaupþings, eða þangað til í október 2013. Hreiðar Már segir rannsókn FSA bæði tímafreka og kostnaðarsama. Þess vegna hafi hann verið tilbúinn að rita undir sátt um að starfa ekki í fjármálageiranum á Englandi á næstunni enda hafi það hvort sem er ekki staðið til. Miklu mikilvægara hafi verið að ljúka málinu. Sjá viðtalið við Hreiðar Má hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að ljúka rannsókn á Kaupþingi í Lundúnum mikinn létti því ýmsu verið haldið fram um lögbrot sem enginn fótur var fyrir. Eftirlitið breska telur hins vegar bankann ekki hafa upplýst með réttum hætti um laust fé og hefur meinað yfirmönnum Kaupþings að koma að rekstri fjármálafyrirtækja í Lundúnum í ákveðinn tíma. FSA, breska fjármálaeftirlitið, hóf rannsókn á Kaupþingi Singer & Friedlander eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun í október 2008. FSA rannsóknin var afmörkuð við starfsemi Kaupþings Singer & Friedlander í London síðustu vikurnar fyrir fall bankans og FSA kom ekki nálægt skoðun á móðurfélaginu hér heima á Íslandi, enda hefur eftirlitið engin valdmörk gagnvart því. Núna, þremur og hálfu ári síðar er niðurstaðan sú að engin refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í rekstri bankans þessar vikur í Lundúnum fyrir fall bankanna. Hreiðar Már, Ármann Þorvaldsson og Sigurður Einarsson gerðu sátt við FSA samhliða ákvörðun eftirlitsins. Hvað áhrif hefur þessi ákvörðun FSA, breska fjármálaeftirlitsins, fyrir þig, sem fyrrverandi forstjóra móðurfélagsins Kaupþings á Íslandi? „Þessi niðurstaða hefur töluvert mikla þýðingu. Því það voru uppi ásakanir um óeðlilega fjármagnsflutninga og að við höfum ekki staðið eðlilega að rekstri Singer & Friedlander, en rannsóknin staðfestir það sem við höfum alltaf sagt, að við höfum í hvívetna farið eftir lögum í rekstri bankans," segir Hreiðar Már, í samtali við fréttastofu en nálgast má myndskeið hér fyrir ofan með viðtali við hann frá Lúxemborg gegnum Skype. Þetta er ekki algjör hvítþvottur fyrir dótturfélagið í London því FSA telur að stjórnendur Kaupþings hafi greint ranglega frá því að Singer & Friedlander hafi verið í þeirri stöðu að fá lánalínu upp á einn milljarð punda, jafnvirði um 200 milljarða króna, frá móðurfélaginu Kaupþingi á Íslandi með skömmum fyrirvara. Þessi fullyrðing hafi ekki átt við rök að styðjast. Þá telur FSA að þetta sé alvarlegur brestur í upplýsingagjöf Kaupþings. Hreiðar Már segir að þessir vankantar á upplýsingagjöf séu þess eðlis að FSA hafi talið að stjórnendur Kaupþings hafi ekki upplýst eftirlitið, dagana fyrir hrun, um hvaða áhrif yfirtaka ríkisins á Glitni banka, sem ekkert varð úr, hefði haft á rekstur Kaupþings, en stjórnendur bankans hafi talið eftirlitið fyllilega upplýst um það. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson skrifuðu undir sátt um að þeir megi ekki stjórna leyfisskyldum fjármálafyrirtækjum á Englandi í fimm ár frá falli Kaupþings, eða þangað til í október 2013. Hreiðar Már segir rannsókn FSA bæði tímafreka og kostnaðarsama. Þess vegna hafi hann verið tilbúinn að rita undir sátt um að starfa ekki í fjármálageiranum á Englandi á næstunni enda hafi það hvort sem er ekki staðið til. Miklu mikilvægara hafi verið að ljúka málinu. Sjá viðtalið við Hreiðar Má hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira